Ljóðahátíð
Það var plan mitt fram eftir degi að skella mér á ljóðahátíð í kvöld. Þekkti meira að segja kunningja sem voru tilbúnir að fara með mér og veita mér andlegan stuðning ef þetta yrði of yfirþyrmandi. Þeir enduðu þó á að fara án mín. Ég kaus að láta mína eigin ljóðavöku síðustu daga duga. Hefði þó verið meira en lítið tilbúin að fara þótt ekki væri til annars en að sjá það sem ég ímynda mér að hafi verið ögn vandræðalegur endurfundur Hildar og Gutta (sem núna er búinn að taka flautusíðuna sína niður).
Í staðinn fór ég í bíó.
Hitt er annað mál að samkvæmt pósthólfi mínu þá á Gutti sér aðdáendur sem þykir ég ósanngjörn í dómum mínum – og telja sumir að ég sé að hengja bakara fyrir smið þegar kemur að ljóðarýni minni.
Það er hreint ekki svo. Eina ástæða þess að ég nefndi Guttesen sérstaklega var sú að ég las Glæpaljóðin hans síðasta af ljóðabókunum (+ það að ég hafði haft hann grunaðan um flautublásturinn um nokkra hríð). Sem ljóðskáld er hann alls ekkert verri en hin skáldin sem ég las. Og raunar langt frá því að vera versta skáldið í þeim hópi. Guttesen á meira að segja nokkur frambærileg ljóð. Samtsemáður fellur hann í sömu gryfju og öll hin skáldin að breiða silki yfir skítinn þegar andagiftin bregst.
Það var þessi sameiginlegi þráður sem fékk mig til að skrifa um ljóð. Guttesen var aðeins nærtækt dæmi. Ég hefði getað valið hvern sem er af hinum, hefði ég viljað.
Svo þið megið hætta að senda mér línur um málið.
Meiraaðsegja níhilpáfinn kom Gutta til varnar í dag. Það var fallegt af honum og áreiðanlega sérstaklega einlægt. Þótt þeir séu ekki kollegar í ströngum skilningi þess orðs þetta misserið (en EÖN hefur lagt af ljóðgerð eins og kunnugt er og tekið upp handverk) þá er Gutta vafalaust ylur af blíðuhótum síblanka ljóðapans.
5 ummæli:
Það er vandséð hver er lúðalegastur, þú, Gutti eða EÖN.
það sem þú birtir af ljóðum þessa manns benti nú til þess að hann væri mjög hæfileikalítill með átakanlega stórt egó, það er nöturleg tilhugsun að einhvert skáldanna hafi verið lélegra en hann. Afhverju ertu að draga í land?
Nei nei, þetta var ekkert vandræðalegt. En Óli Sindri kom.
Var hann ekki hress bara? Tókst ykkur að draga úr honum játningu?
Var frú Guttesen á svæðinu?
Frú Gutti var hvergi sjáanleg. Og ÓliS var þögull sem gröfin, hann sagði rétt eftir að hafa tekið í höndina á mér að þetta væri hans kjú um að rétt væri að drífa sig.
Skrifa ummæli