15. október 2007

900 2201

Hér er blessaður textinn okkar Gunna við Ísinn. Ólgandi, poppsmellinn gjörningur sem er eins og hnausþykkur bragðarefur, fyrstu skeiðarnar glitrandi af samviskubiti og fordæmandi tilfinningum en smám saman smýgur hert poppfitan í hverja æð og fornardýrið liggur afvelta af ofáti. Og ekki skemmir fyrir ólgandi undirliggjandi erótíkin.

Planið var auðvitað pottþétt fyrir utan tvennt. Í fyrsta er dálæti þjóðarinnar á áfengi meira en á ís en einnig virðist óþægilega stór hluti þjóðarinnar ennþá halda að Júróvisjon sé alvarleg keppni og skipar það okkur í hóp með austurevrópulöndunum sem skakklappast á svið baulandi texta um jarðsprengjur og frið á jörð. Ég samdi reyndar pottþéttan sigurtexta fyrir Gunna um hlýnun jarðar sem hefði þótt ekki væri nema með sæmilegu lagi olnbogað sig á toppinn í keppninni. Hefði fengið öll atkvæðin frá austurblokkinni, þá bæði í evrópskum- og breiðholtsskilningi. En það er auðvelt að vera vitur eftirá.

Ísinn

Viltu vera ís í boxinu mínu?
Kúlan í brauðforminu?
Ég kaup' af þér ís
með kurli og hrís.
Ó, viltu vera ísinn minn?

Ég er mætt enn á ný, furðar þú þig á því
að ég ís kaup' í slagviðri?
Síðan ég kom hér fyrst lyst á öllu hef misst
bara ís held niðri.

Og ég bíð eftir þér, hleypi fólki á undan
til að þú bara sinnir mér.
Síðan þykist ég vera í svaka vanda
að velja hjá þér.

Fæ mér bræðing, bananasplitt
eða hnetudraum. (hnausþykkan hnetudraum)
Æ, ég gefst upp
ég vil bara þig.

Viltu vera ís í boxinu mínu? (Súkkulaði...)
Kúlan í brauðforminu? (Karamellu, pekanhnetu...)
Ég kaup' af þér ís
með kurli og hrís.
Ó, viltu vera ísinn minn?

Ísbílsbjöllusóló

Kannski gerist barasta ekkert
þótt ég komi geðveikt oft.
Þú bara grípur um stöng og dælir í form
og horfir út í loft.

Ég fæ undirhöku, björgunarhring
og minni mest á grís.
En ég sætti mig við það því ást mín er heit
eins og sósa á ís.

Fæ mér bræðing, bananasplitt
stundum bragðaref (hnausþykkan bragðaref).
Ég gefst ekki' upp
því ég vil bara þig.

Viltu vera ís í boxinu mínu? (Lakkríssósa...)
Kúlan í brauðforminu? (jarðaberja, vanillubaun...)
Ég kaup' af þér ís
með kúlum og hrís.
Ó, viltu vera ísinn minn?

Já, viltu vera ís í boxinu mínu? (Karamellu...)
Kúlan í brauðforminu? (ananas, banana, mintu...)
Ég kaup' af þér ís
með kúlum og hrís.
Ó, viltu vera ísinn minn?



Til að hlusta á lagið smellir þú á augnalausu stúlkuna með kertið. Og nú er ekkert annað að gera en að senda fjöldatölvupósta um nýja fréttaþjónustu Fréttablaðsins, hljóðfréttir. Þannig má hringja í 900 2201 til að heyra t.a.m. splúnkunýja hljóðupptöku af morði Maddíar McCain, leynilega upptöku af framhjáhaldi Hilary Clinton (þar sem vatnspípa kemur við sögu) og nýja erótíska upptöku með Osama Bin Laden (þar sem geit kemur við sögu). Og ef Ísinn kemst áfram í lokakeppnina úti ábyrgist ég að berjast af hæl og hnakka fyrir því að það sé a.m.k. einn aukalitningur og ein augnalaus stúlka á sviðinu.


Uppfært 15:42: Síðan þessi færsla var skrifuð hefur tvennt litið dagsins ljós, sem gjörbreytir efni þessarar færslu.
  • #1 tók ég eftir því að ég hafði ekki strokað burt augnhárin af augnlausu stúlkunni, sem ég teiknaði fyrst með opin „augu“ og holu inn að heila – en breytti svo því hún leit alltaf út eins og japönsk kynlífsdúkka. Þetta eru því, hmm, augabrúnir.
  • #2 komst ég að því að júróspekingar hafa dæmt hitt taplagið sem stolið. Þ.e. að viðlagið sé í raun eins og hannað fyrir Júróvisjón, og hafi raunar verið hannað fyrir Júróvisjón af Austurríkismönnum árið 1989 (sem er einmitt sama árið og Svala Björgvins er fædd). Og eftir að hafa hlustað þá er þetta rétt. Klímaxið í báðum lögum er það sama, nema að það vantar eins og eina og hálfa nótu í annað lagið á einum stað. Það er því orðið réttlætismál að Ísinn fari áfram í milliriðil og ég þykist vita að Heiða og Gunni séu í þessum töluðu orðum að véla Jóhann Helgason til að gerast talsmaður átaksins.

En fyrir óljúgfróða má hlusta á þjófinn hér og sjá frummyndina hér.

1 ummæli:

Oskar Petur sagði...

Mongoloid, he was a mongoloid.
One chromosome to many.