Stuðpenninn Gutti
Geðshræringin kom upp í Gutta, nú þegar ég tók hann sem dæmi um hin subbulegu, íslensku ungskáld. Og ýmislegt úr fortíðinni sveimaði upp á yfirborðið. Ýmislegt, sem mig hefur svosem grunað í nokkurn tíma. Á tímabili var ég sumsé ofsótt af undarlegum náunga sem í sífellu tranaði sér fram, hvar sem ég kom. Hápunktinum náði það þegar þessi náungi opnaði síðu þar sem hann kallaði sig Flautublásarann og fletti ofan af mér í frægri grein. Sá var stirður stílisti með ofvirknieinkenni á hugsunum sínum og viðkvæmur fyrir hugaræsingi. Flautublásarinn var Guttesen.
Guttesen hefur tengsl við mig aftur í gráa forneskju, enda búinn að vera fastagestur á Barnalandi í langan tíma, að hluta til í kompaníi við konu sína. Þá á Guttesen í andlegu ímyndunarframhjáhaldi með Hildi Lilliendahl, sem er í senn páfi og ári á Barnalandi. Hún er líka skáld og þar sem Gutti er í aðra röndina ljóðrænn einræðisherra í leit að sínu þúsundáraríki (sbr. ljóð hans um sama efni) langar hann óskaplega að vinna landvinninga með því að gilja Hildi. Það var þess vegna sem hann sló ofsóknum á hendur mér og Hildi saman í eitt - þegar hann kastaði yfir sig hempu Flautublásarans.
16. apríl skrifar Guttesen á síðu sína, guttesen.is:
Ég hef haldbærar heimildir fyrir því að til stóð að afhjúpa stuðpennann Mengellu í virðulegu íslensku glanstímariti stuttu áður en Mengella, eða hópurinn á bak við hana, hætti að blogga.
21. mars skrifar Flautublásarinn:
Margir kannast eflaust núorðið við stuðpennann Mengellu (http://www.mengella.blogspot.com/) sem áður var fastagestur á barnalandi uns hún var bönnuð fyrir ótuktarskap og árásir.
Í dag skrifar Gutti á sína síðu:
Fyrir nokkrum mánuðum tók ég upp á því að hakka inn í Blogspot kerfið og skrifa hér og þar skilaboð í nafni Hinnar öfugu Mengellu. Mengella, sem þekktur er sem stuðpenni, vill halda því fram að hann sé kvenkyns.
Tekur einhver eftir einhverju samræmi?
10 ummæli:
Var það HANN sem drap Lúkas?
Mikið er ég fegin að þú skyldir taka fram að andlega framhjáhaldið væri ímyndunar. Það er annars æsispennandi að fá svona fjörsprautu inní kreðsuna korteri fyrir ljóðahátíð! Gó Mengella.
Nei, Þórður. Það var Bitringur. Og ef Mengella mætir á ljóðahátíð, þá splæsi ég í flugið.
Skondið að taka uppá því að hakka sig inn í blogspot-kerfið. Ég þurfti nú bara að skrá mig. Ekki var það nú flókið.
æji hvað mér leiðast skáld sem að slá um sig með innantómum frösum og orðum sem að eru í uppáhaldi og þau telja að endurspegli hugmyndaflug og ritfærni. eins og ''stuðpenni''
svo getur þetta fólk ekki samið neitt.
blóð, blóð, blóð.
bless, bless, bless hugmyndalausi yfirborðskenndi penni.
þetta er eitthvað það alslakasta sem að ég hef lesið. og það þýðir ekkert að fela sig á bakvið heimsku lesenda eða skilningsleysi því að ef þú getur ekki yfirfært og fengið heimskan lesenda til að skilja tilfinningu eða hugsun ljóðsins, hvað gerir það þig að? íslensk kaffihúsakrúttprinsessupennamoringjar að skrifa ljóð um raunveruleika sem að þau vildu að þau hefðu upplifað.
ljóð sem er skrifuð til þess að að troða þeim sjálfum inní einhvern flokk útvalinna sem að þeim langar að tilheyra. að vera ljóðskáld.
og fela sig svo á bakvið listrænt tjáningarfrelsi og ofsóknir listheiðingja. drasl ljóðskáld sem hafa tapað, eða aldrei virkilega haft á hreinu, tilgangi ljóðsins. sem er að snerta, hreyfa við eða fá fólk til að hugsa. til að endurskoða sjálfa sig og samfélagið. ekki til að sveipa sjálfa sig í margræðu mögulegu merkingarleysi og dularfullri skikkju dramadrottninga sem að segja þér ekki hvað þær hugsa því að þú ''skilur mig ekki''
þannig að í þetta skiptið er ég alveg sammála þér mengella, rétt svar.
Jæja, þá fer þetta að verða ágætt.
Ég efast stórlega að Hildur Lilliendahl sé til. Að öllum líkindinum skópu Hnakkus og Flautublásarinn hana. Ég veit það ekki, en ég gæti kannski spurt hann Bitring, vin minn, út í það.
Núna vita allir hver Mengella er. Og kannski líður einhverjum vel yfir því.
Þegar ég var lítill átti ég bara einn vin. Hann hét Óli og hann kunni bara einn brandara:
Hafiði heyrt um manninn sem var svo lítill, að hann var hola?
Ps.
Þetta er bara saga, það er engin meining. Ég þarf ekki að segja meira.
Hæ aular!
Það eru allir sem eru töff að semja ljóð á ensku núna, það er svo miiiiiklu, yo kids, auuuuuðveldara.
Will the real poet in da house please stand up?
Sugar in da puke in da cup?
Ain't behaving like a pu-
pet sapiens sapiens.
Það eru bara einhverjir málfarsfasistar og frostavetursfanatíkar eins og t.d. Nýhjíl Borgþór sem nenna að eyða tik tak í íslensk ljóð.
bæ bæ töff stöff lið
Pís out
yðar frómlegheit
Brissó
Sumum þætti ef til vill athyglisvert að vita að síða Flautublásarans hefur verið tekin niður.
Er´kki hægt að hakka sig inní blogger.com og á fá hana upp aftur?
Ég meina, það er lítið mál að hakka fyrir fáguð og gáfuð ljóðskáld... nema að viðkomandi hafi gleymt lykilorðinu.
Af hverju ertu svona bitur?
Skrifa ummæli