25. júní 2009

GaldrabrennurÞað er eitt sem gleymist yfirleitt þegar rætt er um galdrabrennur. Mikill meirihluti þeirra sem drepnir voru á báli voru – strangt til tekið – sekir. Fólk sem hélt sjálft að það væri rammgöldrótt og sat á sakamannabekknum og sendi galdramagnaðar eldingar með augunum á vitnin sem kjaftað höfðu frá. Eitthvað af þessu liði var náttúrlega klínískt geðveikt en þegar um er að ræða galdramenn og nornir þá hafa slíkar skilgreiningar voða lítið gildi.

Engin ummæli: