26. júní 2009

Jackson og stjarnanÞað er óefað að Michael Jackson var ári góður tónlistarmaður sem skaust í alvöru upp á stjörnuhimininn í hlutverki líks og hefur nú gert það aftur.

Það er hinsvegar óborganlega fyndið að aðdáendur goðsins hafi haldið líkvöku við gangstéttarstjörnu í Hollívúdd, kysst stjörnuna, beðið bænir og reynt að særa eigandann aftur til lífsins.

Og það er fyndið vegna þess að allt fór þetta fram við stjörnu Michaels Jackson útvarpsmanns, sem er í fullu fjöri.Rétta stjarnan er undir teppi við frumsýningarstað Brüno.Það er rétt að kveðja Jackson með þessu lagi sem hann söng með Freddie Mercury þegar til stóð að þeir sigruðu heiminn saman. Þetta er demo og textinn er ekki fullfrágenginn.Það er samt forvitnilegt hvað Jackson syngur þegar Freddie segir honum að spinna (ad-lib). Freud myndi gera sér vettvangsferð úr því.

Engin ummæli: