22. janúar 2007

Arngrímur Vídalín


Arngrímur Vídalín skilur hvorki upp né niður í því hví hann lendir í flokki með Veffangaranum, Eyvindi, Netsögu og Ágústi Borgþóri. Hann segist t.a.m. hvorki þekkja Eyvind né Ágúst (ég geng þá út frá því að hann þekki hina tvo og sé þeim samanburði samþykkur).


Hér er lítil vísbending.


fimmtudagur, júní 01, 2006

Nýr starfsmaður: Ert þú Ágúst?
ábs: Já, en ég er líka oft kallaður meistarinn.
Vinnufélagar: (hlátur) Ekki kalla hann meistarann.

Nýr starfsmaður brosir vandræðalega.
posted by Ágúst Borgþór at 3:23 PM

January 17, 2007

Hégómagirndinni svalað

Svarað í símann:

Ég: Já?
Rödd: Er það Arngrímur?
Ég: Já, það er hann.
Rödd: Rithöfundurinn?

Skrifaði Arngrímur Vídalín klukkan 8:54 pm | Úr daglega lífinu | Slóð | Athugasemdir (3)

Það virðist í niðurlagi innleggs Arngríms gæta nokkurs misskilnings á þeirri ábyrgð sem ég er fús að axla á mínum viðurstyggilegustu færslum á Barnalandi. Ég er stolt af þeim. Sakna reyndar þess að flestum hafi verið eytt. Og skal gangast við þeim á hverjum degi og tvisvar á sunnudögum ef þarf með.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú gengst varla við neinu þegar þú þorir ekki að koma fram undir nafni.

Mikið þykir mér annars um að þú hneykslist á þessu, hvað þá sóir tíma þínum í að fara gegnum meira en ársgamlar bloggfærslur til að finna einhvers konar yfirborðskenndan samanburð.

Hvað sem því líður sé ég ekki ástæðu til að taka frekari þátt í svona barnaskap.

Mengella sagði...

Akkúrat eins og Ágúst myndi segja!

Nafnlaus sagði...

Heil og sæl Mengella, sakna þín. Þú komst mér svo oft til að skella upp úr og grenja af hlátri þegar þú varst á Barnalandi. Komdu aftur til okkar.....