26. janúar 2007

Ellý

Paula Abdul hefur oftar en ekki litið út fyrir að vera útúrskökk eða drukkin í Átrúnaðargoði Ameríku. Gaman að sjá að Ellý ætlar ekki að vera neinn eftirbátur hennar í Óræða þættinum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað í herjans nafni og fjörtíu dverga skiptir það þig svosem hvernig Paula Abdul eða Ellý í Óræða þættinum haga sér eða hvað þær drekka eða hvort þær nebba lyftiduft eða hvort þær hafi reykt óðs manns skít eður ei? Hvað er svona skjótgáfuð og furðulega skemmtileg og hátimbruð manneskja einsog þú að eitla augum framan í imban þegar þú virðist svo stælt í hinu kórrétta og hámenningu þessa heims? Ég las þessar færslur þínar yfir áðan, og mér sýnist þú ekki sjá votta fyrir einum skynsemisneista í henni grunnu fleðu - og sjálfsagt ekki fundið neitt heldur hefðir þú litið út handan yfir Mjólkurhringina. Það er greinlega hryllilega mikið sótsvartamyrkur í heimi ef satt reynist og bara eitt gáfnaljós sem lýsir okkur veg. Og það hlýtur þá að vera þú. Aðrir haga sér einsog sálarkyrkingsdvergar samkvæmt þínum kokkabókum eða einsog sjálfskipuð fífl, hvernig svosem þeir fara að því að færa hægri fót fram fyrir þann vinstri. Það er því ekki um auðugan garð að gresja að hafa upp á skynsemi í versu ef hafa skal skoðanir þínar fyrir því hvernig maður eigi að bera sig að því að draga sig eftir andanum... Það jákvæða við þessa ginnfurðulegu pistla þína er þó þannig spýtt úr kjafti: Þeir eru ágætlega skrifaðir. Nokkuð sem maður sér ekki oft.

En svo var það annað. Það að ráðast á Ágúst Borgþór er ekki beinlínis frumlegt. Maðurinn er einn af fáum bloggurum sem þorir að koma til dyranna algjörlega einsog hann er klæddur. Og fjandinn hafi það, borgaralegur eða smáborgaralegur? Mamma mia, er það nú aftur orðið að verðung að vera með spanjólu og reykja pípu og hlusta á skerjálamúsík á götuhornum Afríku til að geta talist listamaður? Eða skíta í tóbaksdósir einsog Manzoni? Nei, ég held þú hafir rangt fyrir þér þegar kemur Ágústi. Hann er einn fárra bloggara sem ég nenni að lesa, ásamt Eiríki Erni fyrir vestan. Það getur því ekki verið að hann sé alslæmur sá drengur. Allt um það þá langar mig að biðja þig um að leysa smá verkefni fyrir mig og aðra lesendur. Það hljómar þannig: Sýndu í næstu færslu – ef þú ert ekki slík manneskja sem tröllhöfðast við að gera eitthvað ef þú ert beðin um það – en sé svo ekki – þá væri gaman að sjá eina jákvæða færslu hjá þér. Syngjandi kerúba og allt englalið himnana með þér í kór að syngja einhverju lof. Bara svo ég viti að ég þurfi ekki að leggjast fram og tilbiðja þig sem einu vitibornu manneskju þessa vindballar sem við byggjum. Og að hyggjuvit og veraldarviska ljómi ekki aðeins í þinni hauskellu - heldur aðeins víðar. Það hljóta vera fleiri sem eru ekki alslæmir...

Ögmundur Eldmann

Nafnlaus sagði...

Wá, já með W!

Hvernig nennirðu þessu?