Eyvindur Karlsson
Í dag tileinkar Eyvindur Karlsson ofurbloggari mér heila færslu undir yfirskriftinni Af gefnu tilefni (sic!).
Honum þykir ósæmilega að sér vegið með því að blanda þunglyndi hans, kærustu og ætterni inn í umræður um persónu hans sjálfs.
Tilvitnunin í mig (sem tekin er af þeim stórskemmtilega vettvangi Barnalandi) er svona:
Eyvindur hefur lengi byggt stóran hluta af sjálfsáliti sínu og ímynd á því að vera ófyrirleitinn og kaldranalegur húmoristi, sem ræðst stundum á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann hefur gegnum tíðina haft af því mikið gaman að fólk haldi að hann daðri dálítið við myrkraöflin. En um leið hefur hann glímt við þunglyndi og depurð og hefur á tíðum verið afar andfélagslegur og leiðinlegur bloggari og húmoristi.
Nú er honum að sjálfsögðu vorkunn að glíma við þunglyndi og efasemdir um sjálfan sig. Yfir því hlakkar enginn. En ef þú leikur þér að eldinum, þá skaltu búast við að brenna þig.
Nú er gaman að vera Eyvindur (eins og blogg hans ber með sér). Hann er farinn að fá að ríða reglulega og hefur krækt sér í afar góða og yndislega kærustu. Við það koma brestir í klakabrynju hans og í stað fyrir drungalegan og sóðalegan þambara brenndra drykkja, stendur uppi lítill stráklingur, sem elskar allan heiminn.
Og þessi litli strákur getur ekki skilið að fólk geti sagt svona ljóta hluti um mann sem gerði ekki annað en að grínast góðlátlega með kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.
Og því barmar hann sér, blessaður.
Upphaf málsins er þetta:
Á Barnalandi var birt grein eftir Eyvind um öfuguggahátt og Latabæ. Sjálfri fannst mér greinin fyndin (enda er Eyvindur í nokkrum metum hjá mér og ég hef lagt mig fram um að lesa bloggið hans og hlusta á tónlistina). Barnlendingar, sem eru þjóðflokkur sem er ýmist rétt hægra meginn við Húna eða vinstra meginn við Norður-Kórea, tóku glensinu illa. Upphófst nú mikill hamagangur um mannkosti Eyvindar og var honum meðal annars svo lýst að hann væri jafnvel ógeðslegri í eigin persónu en netheimum.
Eyvindi þóttu skrifin skemmtileg enda, eins og stundum er sagt, um efni að ræða sem hann hefur töluvert vit, en umfram allt óendanlegan áhuga, á. Hann hlakkaði yfir þessu og vísaði á umræðurnar í kátínu sinni.
Skyndilega rann Eyvindi kalt vatn milli skinns og hörunds. Þarna rak hann glyrnurnar í manneskju sem hann þekkti. Sú bar honum ekki góða söguna. Við það leið honum illa.
Tónninn í bloggi Eyvindar breyttist við þetta. Skyndilega var hann orðinn sérlegur áhugamaður um hið hörmulega átak SAFT um að skrifa ekki á netið að vinur manns væri helvítis fífl, því það væri víst með að vera komið sem fyrsta frétt á BBC daginn eftir. Hann hóf upp raust sína og reit langa grein um Listina að drulla yfir. Inntakið var það að stíll Eyvindar væri í lagi en það sem Eyvindi væri illa við væri það ekki. Hann gekk meira að segja svo langt í væmninni að hann vitnaði í Einar Ben, sem eitt og sér er höfuðsynd.
Nú þótti Mengellu sinn maður full deigur. Minnug fyrri skrifa Eyvindar (t.d. um að Unnur Birna væri forheimskuð eftir andlega vanrækslu móður sinnar) fór hún að leita skýringar á þessari einkennilegu viðkvæmni.
Skýring Mengellu var leiftrandi snjöll í einfeldni sinni. Hún byggði á greiningu á hinum opinbera Eyvindi Karlssyni, þ.e. þeirri mynd sem hinn raunverulegi Eyvindur Karlsson hefur varpað fram með skrifum sínum. Og þeir sem hafa fylgst með vita að þrenns konar þemu hafa ráðið ríkjum á síðu hans síðustu mánuði:
- Baráttan við þunglyndið og leitin að hamingjunni.
- Kvenmannsleysi og hlýja hjónasængur.
- Listamaðurinn Eyvindur vs. þeir sem ekki skilja listamanninn Eyvind.
Greining Mengellu, sem vitnað er til hér að ofan, er rétt. Eyvindur er mismikill töffari. Stundum er hann lítill drengur sem efast um hæfileika sína og tilganginn með þessu öllu. Litli drengurinn sést helst á ferli þegar skóinn kreppir í einhverjum skilningi, sífelldu söngli um fyrri afrek og endalausum tilvitnunum í aðdáendur (viðhlæjendur).
Síðan er það hinn. Hann Skugga-Eyvindur. Sá á birtingarmynd sína í groddalegum húmor (sem ég fíla), yfirlætisfullu sambandi við hirðfíflið Þórhall og síðast en ekki síst, stöku skeiðum yfirgengilegs mannhaturs og hroka, t.d. gagnvart Unni Birnu.
Um þetta snýst málið. Ef þú ert reiðubúin að svívirða Magnús Scheving, saklausar fegurðardrottningar og aðra sem liggja vel við höggi, þá áttu að mæta mótbyr með karlmennsku en ekki voli.
Þegar Eyvindur fór að sífra á vefsíðu sinni um trúnaðarsvik hennar Siggu vinkonu og leggja SAFT átakinu lið sitt, þá lagði hann á borðið siðferðilegan mælikvarða sem hann ætlaðist til að aðrir fylgdu. Mælikvarðinn sá arna tileyrir þó aðeins Eyvindi bjarta. Þegar menn leggja til einhvers með sverði á sunnudegi, sem hefði óhjákvæmilega skorið þá sjálfa holundarsári á laugardegi - þá er lítill ljómi af sverðalögunum.
Að því sögðu óska ég Eyvindi heilla og hlakka til að lesa bloggið hans hér eftir sem hingað til.
Ég verð að allra síðustu að gera alveg hreint fyrir mínum dyrum. Einum vina Eyvindar rann svo í skap við að vita vin sinn í vanda að hann gerði það sem allir sannir vinir myndu gera. Varpaði yfir sig slæðu. Laumaðist inn á Barnaland og beið átekta. Þegar hann sá að verið var að ræða kynþokka poppara sá hann að hér væri komin stundin sem hann hefði beðið eftir, rétti tíminn til að jafna reikningana og endurheimta úr klóm varganna æru vinar síns.
Hann stökk því fram og varpaði af sér slæðunni og opinberaði sig (ranglega?) sem skvapholda kvenmann sem ekkert gæti hugsað sér yndislegra en að finna lúkur Eyvindar leita um líkamann á meðan hún sæti klofvega ofan á honum og reyndi að geta með honum barn. Eyvindur væri kyntáknið í poppinu - með stóru kái.
Þá sagði ég (og reyni ekki að verja það me neinum hætti) að mér þætti það einkennileg frygðarósk að sjá fyrir sér fjörlegasta samræðissprettinn með með þunglyndum offitusjúklingi.
Vissulega er ljótt að segja svona. En Eyvindur er bæði þunglyndur og feitur. Ég held að Unnur Birna sé ekki heimsk og er viss um að Magnús Scheving er ekki pedófíll.
En hvað veit ég? Kannski sjáum við lágvaxinn mann í bláum latexgalla og með blörrað andlit í næsta Kompás.
9 ummæli:
Þótt að ég sé lágvaxinn og eigi bláan latexgalla þá er það ekki ég sem mun vera í næsta Kompás þætti.... þetta er allt saman hrikaleg tilviljun!!
það er sorglegt að tala um sjálfa sig í þriðju persónu. spyrðu Kristján Atla, hann veit það vel.
Kristján:
En að tala um sjálfan sig, sköllóttan smásvein, sem gilda, vergjarna konu?
Enn og aftur gengst þú upp í smekkleysunni. Ég er ekki smásveinn, ég er síður sköllóttur (þótt það sé einungis tímaspursmál, eins og hefur komið fram á síðunni minni og ég geri ráð fyrir að þú hafir heimildir þínar þaðan) og ég hef aldrei talað um sjálfan mig sem gilda, vergjarna konu. Ef þú átt við orðið "hóra" þá hef ég notað það, en þá nær eingöngu í skilningi öðrum en þeim sem snýr að vergirni.
Hverju heldurðu að þú fáir áorkað með svívirðingum og/eða röklausum staðhæfingum? Þorirðu ekki að ræða málefni við mig, Eyvind eða aðra án þess að slá neðan beltis? Hefurðu svo litla trú á eigin skoðunum að þú þarft að kalla mig sköllóttan smásvein til að finna til yfirburða?
Ég kann að vera þunnhærður, en ég er alltént ekki sjálfumglöð rægingarbulla eins og þú.
"Greining Mengellu, sem vitnað er til hér að ofan, er rétt."
Þó það nú væri. Vonandi sefur þú vel í nótt, og við öll reyndar, örugg í þeirri vitneskju að Mengella er svona stórkostlega fullkomin og óskeikul.
Í fyrsta lagi var það ekki Kristján sem skráði sig inn á Barnaland. Það var annar vinur minn, og hann gerði það nota bene sem brandara, og ég hafði ekkert með það að gera.
Ég skil hvað þú ert að fara. Hins vegar vil ég ítreka að þú hefur eitthvað misskilið það sem ég skrifaði. Ég var ekki að væla. Ég kvartaði aldrei yfir því að yfir mig væri drullað, enda væri það í hæsta máta undarlegt. Það sem ég var að benda á var að á Barnalandi er geysileg tilhneyging til að ganga allt of langt í skjóli netsins. Jú, það er alveg rétt, mér sárnaði að manneskja sem ég hélt að hefði verið vinkona mín hefði byrgt innra með sér svona mikla heift í minn garð, en það breytir því ekki að mér er nokk sama hvað fólk sem þekkir mig ekki neitt skrifar um mig. Það sem mér finnst hins vegar forkastanlegt er að reyna að gera lítið úr vinum mínum og fjölskyldu. Nú er það altalað hversu andstyggilegir Barnlendingar eru oftar en ekki í skrifum sínum, og ég þekki persónulega til fólks sem hefur sárnað skrif þar inni mjög mikið, og svo veit ég að fjöldi fólks hefur hrökklast þar út vegna ógeðsins sem þar viðgengst. Mér fannst því í góðu lagi að benda á að fólk þarf að gæta þess hvað það skrifar á netið. Hvernig þú ferð að því að sjá það sem væl skil ég ekki alveg. Jú, mér finnst ómaklegt að gera sér mat úr því að ég hafi átt við þunglyndi að stríða, en fyrir utan það kvarta ég ekkert yfir skítkasti út í mig - bara út í fólk sem hefur ekkert gert til að verðskulda það (eins og ég hef tekið fram allt of oft, en þú virðist ekki vera að skilja). Eins og mætur maður sagði við mig þegar þessi vitleysa byrjaði: Ef maður verður bitbein barnlendinga veit maður að maður er að gera eitthvað rétt.
Eitt vil ég árétta: Vissulega er ég mikill á velli, en ég ER ekki þunglyndur. Ég átti við gríðarlegt þunglyndi að stríða fyrir nokkrum árum, en blessunarlega er ég laus við það.
Og svo þætti mér mjög gaman ef þú gætir bent mér á það hvar ég hef fullyrt að Magnús Scheving sé pedófíll. Mér vitandi hef ég aldrei sagt nokkuð í líkingu við það, hvorki í gríni né alvöru, enda finnst mér ekkert sniðugt að hafa slíkt í flimtingum.
Ég tek líka undir með Kristjáni vini mínum að mér líður miklu betur nú þegar ég veit að þú ert búin að greina mig rétt. Ég sem hélt alltaf að ég væri bara ég. Gott að vita að ég er hugmynd þín um mig. Enn betra væri ef þú gætir sent mér nánari greiningu þína á mér í tölvupósti, svo ég viti nákvæmlega hvar ég hef sjálfan mig.
Komdu sæl. Ég er ein af vinum Eyvindar sem sárnaði virkilega. Ég efast um að ég muni nokkurn tíman skilja af hverju þú ert að þessu. Þetta er það sem ég hef út á þinn pistil að setja og hef þá líka umræðuna á Barnalandi í huga.
"Upphófst nú mikill hamagangur um mannkosti Eyvindar og var honum meðal annars svo lýst að hann væri jafnvel ógeðslegri í eigin persónu en netheimum."
Þetta er árás á manneskju, ekki opinbera manneskju heldur Eyvind sjálfan, útaf pistli sem hann skrifar samt sem áður sem opinber manneskja að gagngrýna Latabæ sem er stofnun. Manneskja og stofnun er ekki það sama (ég er ekki viss um að þú sért að átta þig á því).
"Skyndilega rann Eyvindi kalt vatn milli skinns og hörunds. Þarna rak hann glyrnurnar í manneskju sem hann þekkti. Sú bar honum ekki góða söguna. Við það leið honum illa."
Ef þú myndir komast að því að gamall félagi þinn hafi verið að ljúga að þér í nokkur ár, gera sér upp vinskap við þig...hvernig myndi þér líða?? og ég hvet þig til þess að svara því.
"Hann stökk því fram og varpaði af sér slæðunni og opinberaði sig (ranglega?) sem skvapholda kvenmann sem ekkert gæti hugsað sér yndislegra en að finna lúkur Eyvindar leita um líkamann á meðan hún sæti klofvega ofan á honum og reyndi að geta með honum barn. Eyvindur væri kyntáknið í poppinu - með stóru kái."
"Þá sagði ég (og reyni ekki að verja það me neinum hætti) að mér þætti það einkennileg fryggðarósk að sjá fyrir sér fjörlegasta samræðissprettinn með með þunglyndum offitusjúklingi."
"Vissulega er ljótt að segja svona. En Eyvindur er bæði þunglyndur og feitur. Ég held að Unnur Birna sé ekki heimsk og er viss um að Magnús Scheving er ekki pedófíll."
Þetta er eitt það heimskulegasta sem ég hef lesið á allri ævi minni!
"mér þætti það einkennileg fryggðarósk að sjá fyrir sér fjörlegasta samræðissprettinn með með þunglyndum offitusjúklingi."
Þú heldur því fram að Eyvindur sé þunglyndur og þú heldur því fram að hann sé offitusjúklingur.
Hver er þú að halda svona löguðu fram?
Eyvindur hefur ALDREI minnst á það að Magnús Schewing sé barnaníðingur!
Þú segist hafa gaman af því sem hann hefur skrifað áður, en þú skilur það bersýnilega ekki.
Eftir þessa örfáu daga sem ég hef fylgst með þessu skítkasti á vin minn er ég virkilega miður mín yfir því að manneskjur einsog þú séuð til!
p.s. þetta er perónuleg árás.
Erla Steinþórsdóttir
Sæl. Það var ég sem kom fram sem Yokofan. Það var spaug, þú snérir því í árás á geðheilbrigði vinar míns. Ég hef þá lágmarks sjálfsvirðingu að koma fram undir nafni og gangast við skrifunum.
En ég skrifaði aldrei þessa grafísku lýsingu á samræði okkar Eyvindar, þó ég sé nokkuð viss um að ég yrði að ofanverðu þar sem ég er jú lítill og Eyvi er það ekki.
En þess ber þó að geta að ég og Eyvindur höfum nú þegar getið barn. Það er heima hjá mér í krukku.
Samræði! O_o
Skrifa ummæli