7. febrúar 2007

Breiðavík

Hvað gerist ef þú sópar saman í eyðivog öllu versta strákahyski landsins á sama tíma? Setur á vörð yfir það skapríka sjómenn.


Jú, strákadruslurnar berja og misþyrma hver annarri án afláts og eru svo hrottalega óþolandi að erfitt verður fyrir sjómennina að stilla sig um að berja þá.


Fátt fréttnæmt við það.


Eftir dvölina fara strákarnir sinn veg og eru að stærstum hluta enn hið versta hyski. Glæpamenn og ódámar upp til hópa.


Hvað gerist svo ef strákunum er lofað 3 milljónum af ríkisfé ef þeir eru tilbúnir að segja að einhver hafi verið ofsalega vondur við þá?


Já, hvað skyldi gerast næst?

21 comments:

Nafnlaus sagði...

Þú ert ekki föðurbetrungur.

Ágúst Borgþór sagði...

Hvaða tilgangi þjónar svona málflutningur?

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú fórst yfir strikið þarna. Núll fyndið.

Ágúst Borgþór sagði...

Á endanum hlær enginn. Hvert fóru allir?

Mengella sagði...

Fyndið? Hver sagði að þetta ætti að vera fyndið?

Mér finnst þetta hreint ekkert fyndið. Það sem hinsvegar er farið að einkenna fréttamennsku á Íslandi í síauknum mæli er að tekinn er einhver póll og þjösnast á honum fram í blóðrauðan dauðann.

Held hreint út sagt að ofangreind lýsing sé nær sanni eða flest sem sagt hefur verið um málið hingað til.

Hver er hissa? Hver er óvænta fréttin?

Hvers samvisku er verið að friða með því að látast vera hissa?

Er ábyrgð drengfólanna engin? Foreldra þeirra? Var ekki ráðið þangað skapheitt hyski? Er ekki búið að demba fram þeirri lausn að gefa blóðpeninga? Ef rannsókn sýnir fram á nægan viðbjóð?

Hættið að vera svona andskoti skinhelg.

Mengella sagði...

Ágúst, óskaplega ert þú aumur ef þú heldur að ég þrífist á viðhlæjendum.

Ólíkt þér býr ekki í brjósti mér minnsti vottur af sjálfsefa. Þú munt aldrei lesa hér taugaveiklaðar lýsingar á því hvort þessi eða hinn hafi nú hrósað mér, hér muntu ekki lesa tölvukeyti send mér sem ég túlka sem upphefð.

Slíkt er fyrir peð, eins og þig og Vídalín.

Ágúst Borgþór sagði...

Með þokkalegri greind en innantómu sálarlífi er ákaflega auðvelt að hafa þessa nihilisku afstöðu til allra hluta. En á endanum stendur ekkert eftir nema þokkalega vel orðið niðurrif. - Telurðu þér það til tekna að hafa ekki minnsta vott af sjálfefa? Það er vanþroski.

Nafnlaus sagði...

Félagi minn benti mér á viðtal hjá mbl.is sem minnir mjög á hugsunargang Mengellunnar. Þar má sjá hættulega samsvörun við það sem hér fer fram og skítlegt eðli hennar gagnvart öðrum höfundum. Þar kemur t.d. fram að hún - ef þetta er hún og ég held að svo sé -

"[lítur á] höfunda sem litla kalla. Það er leiðinleg goðsögn að rithöfundar séu hugsuðir og spekingar. Sannleikurinn er sá að þetta snýst um baktjaldamakk og smámunaheim. Það lifa allir á styrkjum og eru uppá aðra komnir. Þetta er viðkvæmt líf...

"Jú, [ég er] meinfýsinn og grimmur og óvæginn, ekki síður við sjálfan mig en aðra."

Gæti þetta verið orð Mengellunnar - sérstaklega þegar litið er til hvernig hún skrifar um aðra höfunda (sbr. Túristann og svo þetta hér að ofan og neðan)? Óvægnin er samt afskaplega lítil þegar kemur að sjálfinu. Greinilega.

"Ólíkt þér [þ.e. Ágúst] býr ekki í brjósti mér minnsti vottur af sjálfsefa".

Það er næsta augljóst að hér er á ferðinni andlega veik manneskja - uppfull af Mengelsku æði. Hatast við höfunda og aðrar mannverur, sérstaklega ef þeir hugsa ekki eins og hún - eða ætti ég að segja hann?

Reynolds.

p.s. Ef myndin af Joseph Mengel á Wikipediu er skoðuð þá má sjá að þeir eru nokkuð líkir í útliti...alltént meðan Mengel var ungur.

Einar Steinn sagði...

Ég get ekki sagt að ég myndi óska neinu barni svona meðferðar og þykir það ekki skipta neinu andskotans máli hversu óþægir drengirnir kunna að hafa verið. That's beside the point.
Takk fyrir mig.

Nafnlaus sagði...

Félagslega vanþroska karlmaður. Nálægt þrítugu. Hrifinn af því sem hann sjálfur skilgreinir sem lágmenningu en aðrir myndu sennilega kalla lágkúru.

Mengella sagði...

Stefán: Vissulega væri á ferðinni veik manneskja væru andlegir burðir hennar áþekkir þínum.

Hinsvegar er farið að stappa við þráhyggju löngun þín til að fletta ofan af mér. Og ekki batna tilraunirnar.

Einar Steinn: Var einhver að því?

Ano: Grunar að þú hafir ætlað einkamálum.is þessa klausu.

- - -

Óskapleg meðvirkni er þetta. Ekki dettur ykkur í hug að þessi 2-4 ára dvöl drengjanna hafi rústað framtíð þeirra í eitt skipti fyrir öll. Flestir áttu að jafnslæmu að hverfa. Margir fengu síðan mörg tækifæri til betrunar. En í stað þessa að taka á málinu af skynsemi er því leyft að blása upp sem PR múvið sem það er, auglýsing fyrir bíómynd. Hetjuvæðing hyskisins eins og myndin um Lalla um árið. Svo mæta menn með tékkheftið og boða að það verði notað verði sýnt fram á að dvölin í Breiðuvík hafi verið nógu hroðaleg. Í framhaldinu verða sögrnar meira absúrd og fáránleikinn tekur völdin.

Nafnlaus sagði...

Þessi leit að hinum seku, þessi ó-okkur-hefði-aldrei-grunað-þetta heilagleiki kristallar þessa aðferð almennings til að firra sig ábyrgð. Þetta var ekki leyniheimili, fólk var fegið að losna við hyskið, senda það í sveit og kenna því að vinna. Ó, okkur grunaði aldrei að almennir borgarar yrðu drepnir í Írak. Ó, við héldum að Gummi í Byrginu væri kristilegt gæðablóð, og svo spörum við pening í leiðinni.
- kv. Rafaugað.com

Nafnlaus sagði...

ps. og sami almenningur heimtar núna geldingar og gapastokka fyrir barnafíkla. hvað ætli komi gott út úr því? kvörtum svo yfir meðferðinni eftir 40 ár?
-R

Nafnlaus sagði...

Ósanngjörn umfjöllun eða túlkun þín að mínu mati... samt sem áður þín skoðun sem maður verður að virða.

Annars mikill aðdáandi "penna" þíns... eða putta... hvernig sem þú lítur á það. Ekki mikill bókmenntamaður en hef aldrei séð nokkurn sem hefur svona gott vald á tungunni.

Hryllir þó við tilhugsuninni að við þurfum að bíða í 40 ár þangað til að kynferðisleg misnotkun sem fatlaðir og þroskaheftir verða fyrir, verði dregið fram í dagsljósið... Vona að þú farir skárri orðum um það.

Anony-mouse

Jimy Maack sagði...

Aðeins of langt yfir strikið.

Ég vona þín vegna að þú sért að grínast, en þetta er ekki fyndið, ekki á nokkurn máta.

BTW Ágúst, þetta viðhorf Mengeles hefur jafn mikið við heilbrigðan Nihilisma að gera og Leoncie hefur við plötusamning; ekki nokkurn skapaðan hlut.

Hildur Lilliendahl sagði...

Hvað er eiginlega að ykkur örvitarnir ykkar? Þetta er enginn andskotans brandari, sjáiði ekki hvað það er mikið til í þessu?

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég er alveg hreint ótrúlega sammála þér núna, Mengella.

Nafnlaus sagði...

Vá ... ég fæ tár í augun af því að lesa svona pistil.

En þarna fáum við að sjá svart á hvítu af hverju fólk þegir yfir misnotkun af þessu tagi.

Ég er ekki ein af óþekku strákunum sem "átti þetta skilið". Ég var bara lítil og ljóshærð og ósköp ljúf stúlka er mér sagt. Ég hef ekki lagst í óreglu nema síður sé. En ég átti móðir sem þjáðist af fæðingarþunglyndi og vildi enga hjálp. Heimili mitt var afar fallegt út á við en þeir sem komu þangað inn sáu fljótt hvaða tilfinningar móðir mín bar til mín. Hún sýndi mér yfirleitt kulda sem var ágætt að mörgu leyti... það var skárra en þegar sadistinn kom upp í henni sem naut þess að kvelja mig á sál og líkama. Særa mig með niðrandi athugasemdum, hrækja á mig eða slá mig.

Því miður þekkti ég of mikið af lýsingum þeirra drengja og ég sá sársaukann í augum þeirra ... þann sama og ég sé á hverjum degi í mínum eigin.

En það verður að fyrirgefa fólki eins og þér að skilja ekki hvað við erum að tala um og að mörgu leyti finnst mér gott að þið skulið ekki skilja það... það á enginn að skilja svona lagað... það á enginn að hafa upplifað svona hluti.

En mér finnst það jákvætt að þessi umræða skuli vera komin upp á yfirborðið, sérstaklega þar sem flestir sýna þessum mönnum skilning og samúð. Það sýnir mér að samfélagið okkar er að breytast til hins betra. Það eru færri sem loka augunum á meðan börnum er misþyrmt á sál og líkama.

Mengella sagði...

Allt sem þú segir rímar við það sem ég hef sagt. Það væri nær að skoða málin í heildarsamhengi í stað þess að láta eins og Breiðavík hafi verið bílslys, sem rústaði allt sem varð á vegi þess.

Flestir sem þar voru, komu og fóru aftir til aðstæðna sem voru a.m.k. jafnskemmandi og Víkin.

Að mála hlutina svarta og hvíta gagnast engum.

Einar Steinn sagði...

Þú afsakar, Mengella, ef mér fannst ummælin hljóma dálítið eins og þeir væru að fá viðeigandi refsingu. Hafirðu ekki meint það, biðst ég velvirðingar. Hafirðu hins vegar meint það er ljóst að við erum ósammála, sbr. fyrri ummæli mín.

Kjarninn hjá mér er að þetta eru krakkar, og enginn krakki ætti að þurfa að sæta slíku. Það er líka alveg ljóst að þetta skilur eftir sig varanleg ör, og mér þykir ekkert ótrúlegt þegar þeir segja að þeir hafi átt erfitt með að feta sig í lífinu eftir þetta. Börn verða fyrir áfalli og fá enga andlega aðstoð. Víða hefur aðbúnaður á heimilinu eflaust verið slæmur, en þetta hefur ekki bætt hlutina, heldur mjög líklega gert þá enn verri og skilið þá eftir í enn meira rusli en ella.

Nafnlaus sagði...

Hvernig er hægt að ræða af viti við einstakling sem gefur sér að allir aðrir séu vitlausir?