Að gefnu tilefni
Ég er ekki Stefán Máni.
Ég er ekki Hildur Lilliendahl.
Ég er ekki Pennyfeather.
Ég er ekki Shuttleworthy.
Ég er ekki Auður Haralds.
Ég þekki Stefán ekki neitt, kannast við Hildi frá Barnalandi, hef aldrei hitt Auði en er hrifin af sumu sem hún hefur skrifað og á það eitt sameiginlegt (fyrir utan það að vera hötuð af Stefáni Pálssyni) með Pennyfeather og Shuttleworthy að lesa Poe. Hef raunar dálæti á sögunni sem þeir mátar koma fyrir í (þótt ég muni ekki betur en „Pennifeather“ sé rétt stafsetning). Mæli með að allir lesi hana í íslenskri þýðingu hér:
Samsæriskenningasmiðir hafa sérstaklega gott af því að lesa söguna Thou art the Man eða Þú ert sá seki. Og nú er þess bara að bíða að þeir muni eftir einhverjum fleirum sem ég pottþétt er. En þeir geta í það minnsta hætt að riðlast á kommentakerfinu og tölvupóstinum með ofangreindar tillögur.
12 ummæli:
Heyrðu, þakka þér fyrir að benda á þessa Poe-þýðingu - þ.e.a.s. í tímaritinu Skuld. Ég hélt að Þórbergur hafði verið sá eini sem þýtt hafði Poe hér á árum áður.
ÖE
p.s. Að öðru: Ég held menn ættu frekar að ráðast á það sem Mengella segir (ef menn eru ekki sammála henni/honum), ekki hver hann/hún er. Hvaða máli skiptir það í raun? Það eru málefnin sem menn verða að hnýta í eða hampa...hvernig sem menn ætla svosem að gera kaupin á eyrinni.
Hver sem Mengella er, þá er þetta einn af mínum uppáhaldsvefbókarhöfundum og það tók ekki langan tíma að heilla mig, bara örfáir tímar og það í dag.
Það mætti kannski bæta þessu við líka fyrir þá sem vilja lesa karlinn á frummálinu (eða frönsku eða esperantó):
http://www.gutenberg.org/browse/authors/p#a481
ÖE
Mengella er Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðakona. Lifið heil.
Mengella er Davíð Þór Jónsson. Lifið heil.
Mengella er ég!
Mengella er Davíð Oddsson? Davíð Oddsson kann ekki að skrifa.
Mengella er Hnakkus.
ERGÓ: ég er ekki ég.
Beinn tengill á söguna er http://www.timarit.is/?issueID=300503&pageSelected=0&lang=0
Takk fyrir það.
Ég er annar.
Skrifa ummæli