23. febrúar 2007

Hulunni svipt

Ég játa það hér með. Kötturinn er kominn úr pokanum. Mengella heitir réttu nafni Eiríkur Örn Norðdalh. Mengella er stílæfing hins ástsæla höfundar Eiturs fyrir byrjendur.

Þess skal gætt að rugla mér ekki við Eirík Örn Norðdahl (með hái á undan elli í endann). Hann er ekki höfundur Eitursins og ekki nærri því eins góður penni og ég.

Mikið er mér létt.

26 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mengella ber þess a.m.k. merki að vera í Nýhil. En hann gæti auðvitað afsannað það með því að skrifa einn dónapistil um Eirík Örn.

Nafnlaus sagði...

Velkominn í heiminn.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ágætis blogg, rennur stundum út í vitleysu en fínt inn á milli. Soldið mikill hver-er-maðurinn?-leikur. Það er alltaf spennandi. Hvað er þetta síðasta? Þefaðirðu sem sé uppi stafsetningarvillu í nafni Norðdahls á netinu? Voðalega hefurðu mikinn áhuga á honum.

Hildur Lilliendahl sagði...

Ég er ekki viss um að þið séuð misgóðir pennar. En ólíkir pennar, vissulega. Og klárlega ekki sami penninn eða maðurinn.

Nafnlaus sagði...

Mengela er talsvert betri penni, þótt mikill áhugi á Norðdahl sé sameiginlegur báðum.

Ágúst Borgþór sagði...

Auðvitað hefur EÖN vinninginn ef maður tekur allan pakkann - þ.e. allt sem hann skrifar og stendur fyrir versus þetta blogg. Að halda öðru fram væri móðgun og heimska. En það er þá bara spurning hvort vit sé í þeim samanburði.

Nafnlaus sagði...

Allur pakkinn? Stendur fyrir? Hvernig er hægt að standa fyrir eitthvað annað en það sem maður skrifar? Hvaða snobb er þetta? Mengella kann að vísu ekki að fallbeygja "hönd" en skrifin ná sér öðru hvoru á strik hér.

Nafnlaus sagði...

Ég hef fylgst með Mengellu í nokkur ár, fyrst á Barnalandi og síðan hér. Annað hvort er hún alveg skelfilegur einstaklingur eða snilldarlega sköpuð persóna.

Mengella er eins og gælutígrisdýr. Hún bítur alla sem koma of nálægt. Hún skrifar oft það sem aðrir hugsa en þora ekki að segja. Ávinnur sér virðingu fólks (hún er augljóslega gáfuð) og ruglar það svo í rýminu með því að segja eitthvað andstyggilegt, fara gersamlega yfir strikið. Hún hefur alltaf gert þetta svona. Allir sem hafa hlegið með henni hafa endað með hníf í bakinu. Nema kannski Nöttz. Mengella hefur aldrei ráðist á hana. Kannski vegna þess að þær þekkjast (sumir halda að Nöttz sé höfundur hennar og það er ekki útilokað), kannski vegna þess að þær eru einhvernveginn á sömu bylgjulegnd. Kannski ber Mengella sérstaka virðingu fyrir Nöttz eða vorkennir henni. Ég veit ekki hver ástæðan er, en hitt veit ég að Mengella hefur alltaf gefið öllum öðrum ástæðu til að hata sig. Hvort sem það er með gríni af dánum börnum eða týndum gæludýrum eða með því að gera lítið úr afkvæmum fólks.

Mengella er næstum örugglega kona, þótt hún geti virkað ofsalega "butch" á stundum og hún skrifar enn inn á BL sem nikkið Walterego. Um þetta er ég eiginlega alveg viss.

Snilldin er að hér hefur þessari konu tekist að fá fullt af fólki sem almennt myndi ekki líta tvisvar á eitthvað sem ætti upptök sín á jafn "ómerkilegum" vettvangi og BL til að leggjast í pælingar og spekúleringar um nikkið Mengellu. Sumir eru ofsahrifnir, aðrir hata hana. Eitt er víst. Hún mun ganga fram af öllum. Bíðið bara. Þið munuð öll hata hana, en samt ekki.

Barnalandskona

Mengella sagði...

Þvílík skarpskyggni!

En þetta er rétt. Hildur (Nöttz) er grúppía mín (EÖN), þess vegna er ég svona „góður“ við hana.

ÁBS misskilur málið. Hér er enginn að bera saman Mengellu og Eirík. Mengella er aðeins einn kaktus í andlegum blómagarði Norðdalhs. Mitt merkasta verk er Eitrið. Og til þeirra sem halda að þetta sé eitthvað spaug um ásláttarvillu, hvaða forlag haldið þið að myndi skrifa nafn þess besta og merkasta höfundar vitlaust á bókakápu?

Norðdahl er venjulegur plebbi. Blankur og vanmáttugur baslari sem eyðir orku sinni í að fordæma heiminn fyrir að kunna ekki að meta sig.

Norðdalh er yfir það hafinn. Skrifar frábærar bækur (þótt ég segi sjálfur frá) og leikur sér með Mengellu í frístundum.

kv.

EÖN

Nafnlaus sagði...

Húmor að skapi mengella er að finna hér - http://www.wulffmorgenthaler.com/
Þú blaðar svo bara á rauða "previous".

Nafnlaus sagði...

M: Það er náttúrulega draslforlag sem gerir svoleiðis. Er þetta sumsé draslbók líka?

Nafnlaus sagði...

Pöðh…

Nafnlaus sagði...

Hættu þessari þvælu, SM, hættu að moka svona miklum sandi upp í píkuna á þér! það hefur enginn svona ríkulegan áhuga á fjöldamorðingjum, feministum og hommum og því að hrauna yfir aðra kollega einsog þú. Þetta vita allir - og þó þú hatist við lélega ljóðagerð - þá veistu ekkert um frumlega ljóðagerð - sé t.d. litið á þina eigin. Klappaðu þér á bakið og gerðu upp þín mál.

Mengella sagði...

Ertu að tala við mig?

Nafnlaus sagði...

Ég er nú með bókina hans Eiríks hérna og sé ekki betur en nafnið hans sé rétt stafsett áenni.

Þessvegna skil ég ekki neitt.

-haukur magnússon

Mengella sagði...

Ekki lýgur Eymundsson.

Nafnlaus sagði...

Ekki botna ég neitt. SM? Hver þá? "EÖ" með "vit á frumlegri ljóðagerð" og "að hrauna yfir aðra kollega" þykist ég þó vita hver er.

Nafnlaus sagði...

Hvaða rugl er þetta eiginlega? er von á fjöldaslagsmálum rithöfunda áður en maður veit af. Eða er hér verið að búa til rugl á kostnað viðkvæmra sála sem þurfa að lesa þetta?

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki bara eitthvert djók?Hvaða viðkvæmu sálir þurfa að lesa þetta?

Nafnlaus sagði...

nei, ekki stanna.

við almenningur höfum bara víst áhuga.

sand í píkuna? bleh!

Nafnlaus sagði...

Þú átt skilið að éta banalan tittlingaskít út hendi snæfellskra trölla - og væri sjálfsagt hægt að líta á það sem ouroboros-smjatt. Hættu svo að þykjast að vera þú sjálfur eða ég og póstaðu ekki meira inn á síðunni minni. Að minnsta kosti ekki meðan ég er timbraður. Og bækur þínar eru ekki jafn góðar og þú heldur.

kv.
EÖN

Bök er Bök er Bök.

Mengella sagði...

Nú bíð ég bara eftir viðbrögðum doppelgangers míns. Koma svo!

Nafnlaus sagði...

Þá hefur framsóknarmaðurinn komið upp í Bændahallarkóngunum og þeir fjúka eins og gisin lauf í vindi, blásnIR úr reykmettum lungum hugprúðs hvíts biflíubeltis feministahyskis.

Þeir eru blásnir en ekki blásnum!! Fjandinn þú getur ekki skrifað frekar en Vídalínið. Og heldur kannski að þú sért af stærðargráðu Laxness af því þú skrifar biblía með f-i? Þú þarna húðflúraði apinn þinn.

EÖN

Já, ég veit það átti að standa ÚR en ekki ÚT hér að ofan. En það var ásláttarvilla. Ég kann aftur á móti á fallvalda.

Mengella sagði...

Þú ert ekki vel læs, er það?

Þeir voru ekki blásnir neitt, það var vindurinn sem var blásinn, hvert er nú þágufallið af blásnum vindi, baunaheilinn þinn?

Minnimáttarkenndin svoleiðis lekur af innleggi þínu. Ef þú ætlar að svívirða mig, reyndu að rífa upp um þig brækurnar, hylja hræðsluna og koma með almennilegt högg, ekki svona kettlingaklór.

Mengella sagði...

Að auki hef ég aldrei sagt að Vídalín kunni ekki að skrifa, aðeins að hann kunni ekki að yrkja.

A.m.k. ekki vel.

Og sé fullgagnrýnilaus aðdáandi eigin verka.

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Voðalega er þetta undarlegt.

Nafnið er vitlaust stafsett á kili Nihil Obstat.