30. október 2007

Dloggdoddinn býður heim

Það er vissulega raunsarlegt af Bloggdoddinum að bjóða mér formlega að dansa við Vantrúarmenn á þeirra heimavelli. Ekki það að mér hugnist ekki ágætlega að halda áfram að taka við skeytunum frá Matta, sem mér sýnist að ætli sér að prófa hverja einustu þekkta rökvillu í skránni á mér áður en yfir lýkur.

Það sorglega er að Vantrú stefndi í það að vera félag sem lét sig sannleikann varða umfram allt annað. Smámunasemi þeirra hvað varðar röksemdafærslur var í upphafi innblásin af raunverulegri sannleiksást. En þeir, líkt og vinur vor Dawkins, hafa glatað þræðinum. Í skítugri ámu trúarbragðanna hafa þeir fundið svo mikinn óþef og stækju að þeir eru hættir að greina hin fínni blæbrigði.

Ég var ekki að snapa nokkurn einasta slag. Ég lýsti því yfir að ég hefði orðið fyrir vonbrigðum með Dawkins vegna þess að hann stendur sig illa í burðarkafla bókar sinnar. Hann fellur í þá gryfju að sýna ekki þeirri skoðun sem hann andæfir fulla virðingu og dæma hana út frá óleyfilegum forsendum.

Viðbrögð Matta og síðan hálfvitans Gunnars hafa í framhaldinu valdið mér stórkostlegum vonbrigðum. Matti fyrir afspyrnulélegar mótbárur og, ég verð að segja, einstaklega slök tök á rökhugsun og rökræðum. Gunnar fyrir að vera erkifífl.

Ég hélt satt að segja að Matti væri óvitlaus. Örlítið hégómlegur og einfaldur jafnvel, en óvitlaus. Ég er ekki lengur viss. Birgir reyndi þó. Og þótt hann hafi átt það til að detta inn í formúlur og hunsa það sem blasti við af gömlum vana þá var það rökræðan sem hann reyndi að fylgja.

Matti vill meina að hann hafi ótal sinnum kveðið í kútinn fólk sem er að segja það sama og ég. Það er einfaldlega rangt. Hann hefur aldrei nokkru sinni haft til þess burði að andæfa þeim rökum sem ég var að beina gegn grundvallargallanum í bók Dawkins (tók raunar fram að hann ætlaði ekki að ræða hana sérstaklega). Ef eistun í honum skyldu skyndilega detta niður og hann vilja takast á við hana þá er hún svona:

Dawkins segir að Darwinismi útskýri hvernig einfalt skipulag verði æ flóknara og skipulagðara. Skapandi Guð þurfi hinsvegar að vera a.m.k. jafn flókinn og sú veröld sem hann skapar. Ef frá er skilin kenning sumra kristinna manna um að Guð sé einfaldur, hvers vegna skyldu þessi rök halda gagnvart báðum heimsmyndum? Hví skyldu þær reglur sem við höfum orðið áskynja í efnisheiminum binda hendur skapara?


Nú, ef það er eldra deilumálið þá má Matti endilega peista hérna margþvældu svari sínu við þeirri pælingu. Hann gæti t.a.m. svarað þessum spurningum sem ég held að hafi ekki enn verið svarað. En svarið þarf þá að vera hreinskilið og undanbragðalaust.

1. Við höfum hæfileikann til að hafa það sem sannara reynist. Hvers vegna ættum við að gera það? Eigum við að gera það alltaf?

2. Getur greint fólk fylgt fótboltafélagi svo dyggilega að málum að það taki þátt í seremóníum eins og fjöldasöng og ópum og köllum? Er fótbolti trúarbrögð?

3. Getur trúlaus maður skapað sinn eigin tilgang með lífinu? Hvað er það, sem fær hann til að velja þann tilgang umfram tilgang nágrannans? Geta gáfaðir menn skapað sér misvísandi tilgang?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

geisp

Nafnlaus sagði...

Hefur trúað fólk eitthvað meiri tilgang með lífinu en vantrúað?

Hvernig getur maður treyst fólki sem finnur ekki tilgang lífsins í því sjálfu?

Mengella sagði...

Elías: Getur sum sé trúlaust fólk fundið tilgang í lífinu? Þ.e. svör um hvers vegna en ekki bara hvernig?

Og ef svo er, hvað réttlætir þinn tilgang þegar hann skarast á við minn?

Nafnlaus sagði...

Úúúú, Mengella manar mig - ég er hræddur :-)

Eins og ég hef áður sagt. Þetta er óttalegur rembingur.

Mengella segir satt um andlega burði mína, þeir eru ósköp takmarkaðir.

Mengella sagði...

1. Fólk með takmarkaða greind -> ekki líklegt til að halda fram gáfulegum skoðunum

2. Fólk með mikla greind -> líklegt til að halda fram gáfulegum skoðunum.

3. Fólk er almennt líklegt til að andæfa skoðunum sem stangast á við þeirra eigin.

4. Þegar manneskja andæfir kappsamlega gáfulegri skoðun með heimskulegri -> kallast það rembingur

5. Heimskt fólk er líklegt til að vera með rembing (1,3,4)

6. Heimskt fólk verður ekki fyrir rembingi nema af heimskara fólki. (1,3,4).

7. Matti kallar sjálfan sig heimskan (eða ígildi þess)

8. Mengella er gáfuð.
---
Ergo.

Matti getur ekki orðið fyrir rembingi af hálfu Mengellu (1,3,4,7,8) en það getur þó snúið á hinn veginn.

Nafnlaus sagði...

lol, snilld. Hvað get ég sagt?

Nafnlaus sagði...

Nú, þú gætir til dæmis reynt að svara spurningum Mengellu.

Nafnlaus sagði...

"If God did not exist, it would be necessary to invent Him"...Voltaire