15. október 2008

1000101110110010110010010111000000000000



Sex hundruð milljarðar eru upphæðin sem við gætum þurft að borga vegna útrásar bankanna ef allt færi á allra versta veg.

Það er upphæð sem er auðvitað miklu stærri en íslenska peningakerfið. Hún gæti aðeins orðið til sem rafræn stærð. Hún myndi þá heita:

1000101110110010110010010111000000000000

En ef hægt væri að slá þessa upphæð sem krónupeninga þyrfti 1.800.000 tonn af kopar og 600.000 tonn af nikkeli. Það væri svo engin smá krónugomma sem yrði til. Hægt væri að gera úr krónunum brú frá Lækjartorgi til Trafalgar Square sem væri 146 metrar (og sextíu og sjö sentimetrum betur) breið.

Ef krónunum yrði raðað í einfalda röð myndi sú röð ná rúmlega 33 sinnum til tunglsins.


Það væri auðvitað miklu praktískara að prenta 5.000 kalla. Þeir myndu ekki vega nema 120 tonn. Og ef þeim væri raðað langsum væri röðin ekki nema 18.600 km löng. Það þýðir að hægt væri að búa til 14 seðla breiða röð fimmþúsundkalla eftir hringveginum (eða 10 seðla breiða röð til London).

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var einn ágætur bloggari sem hvarf. Sá skrifaði fyrir 3 árum grein sem hét útrás án innistæðu þar sem stóð að útrásarfurstarnir myndu rústa bönkunum sem væru að fullu á ábyrgð ríkis. Þessi ágæti bloggari fékk yfir sig gusur af kommentum um að þetta væri ekki rétt og gæti ekki gersst.

Hann talaði um 2 andlega fallna aa menn sem báðir áttu kókaínsniffandi siðlausa syni.

Magnað!