26. október 2008

Stórkostlegur varnarsigur Baugsmiðils




Það eru ekki til fjölmiðlar á Íslandi. Aðeins málgögn.

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er frétt af stórkostlegum varnarsigri Samfylkingar. Svo stórkostlegum að einhverjum gæti dottið í hug að nú sé tímabært að smeygja holdmiklum drjóla Evrópusambandsins ofan í kokið á þjóðinni.

Hér er lítil dæmisaga:

Einu sinni voru sjö grísir. Þrír þeirra voru vatnsgreiddir með þverslaufur og aurhlífar á klaufunum. Þeir hétu Hannes, Hólmsteinn og Gissur. Þeir kusu alltaf D flokkinn. Tveir grísanna hétu Össur og Imba. Þau voru skyld og litu mjög niður á félagana Hannes, Hólmstein og Gissur, því þeir fengu aldrei að velta sér í forinni eins og Össuri og Imbu fannst að allir eðlilegir grísir ættu að gera. Þau kusu yfirleitt S flokkinn. Einn grísinn hét Gaui. Hann var oggulítið vangefinn. Hann kaus F. Loks var það Steini. Hann hafði lesið yfir sig og komist að því að það væri miklu betra að vera villisvín. Hann kaus því V.

Meðal grísanna skiptust því atkvæði yfirleitt þannig að D fékk 43% atkvæða, S fékk 29%, V og F fengu 14 % hvor. Að auki kaus bóndinn alltaf B - en það er önnur ella.

Nema hvað. Dag einn tókst Össuri og Imbu að fá Hannes, Hólmsteinn og Gissur til að velta sér með þeim í forinni. Skyndilega sáu þau sér til mikillar skelfingar að búið var að drulla í svaðið. Og þar sem þau stóðu öll í uppgötvunarstjarfa byrjuðu Hannes og Hólmsteinn að hrína. Össur fór líka að hrína. Gaui og Steini komu þar að og fóru að hlæja.

Kom þá að blaðamaður og spurði um stjórnmálaskoðanir grísanna. Hannes og Hólmsteinn neituðu að tala við blaðamanninn svona útlítandi. Þeir hlupu heim í bað. Gissur studdi D. Össur sagðist styðja S, en af hálfum hug, því enginn gæti haft allan hugann við stjórnmál ataður saur. Imba átti ekkert erfitt með að hafa hugann við stjórnmál enda ekki vön að líta vel út. Gaui tók spassakast og studdi því sinn flokk ekki nema af hálfum hug. Steini stóð fyllilega með villisvínaflokknum.

Blaðamanninum þóttu undirtektirnar dræmar. Hann hafði verið sendur út af örkinni til að snapa frétt um mikla fylgisuppsveiflu en nú voru meira að segja gamlir gæðagrísir með trýnin í öðrum hlutum. En þá fékk hann hugljómun.

Daginn eftir birtist frétt um mikla fylgisaukningu S og V flokkanna. Nú væri svo komið að S væri með 38% fylgi (1,5 svín af 4, sem tóku afstöðu). Fylgi D og V var nú orðið jafnt, nærri 25% og um fylgi F og B hirti enginn frekar en fyrri daginn.

Nú glöddust S og V flokksmenn mikið og S lista menn lofuðu blaðamanninn í hástert og lofuðu að hann skyldi ekki vera einn af þeim sem yrði rekinn í stóru hreinsuninni sem stóð fyrir dyrum.

En svínin sjö í skóginum gátu engan veginn skilið hvernig fylgi flokks gat aukist um leið og það minnkaði.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er Mengella að verða uppiskroppa með hugmyndir. Það er að verða ansi langt síðan maður sá bloggnúk eins og þegar hnakkrottan var tekin og jörðuð hérna um árið.

Aðdáenda þinna vegna ekki detta í þennan moggabloggspakka...

bkv
fan