24. janúar 2007

Feminismi: Bleikt - nei takk!


Einn dag í miðju málþófi áttaði lífsleiður þingfréttaritari sig á því að það væri annað hvort, að láta sig húrra niður af svölunum í þingsal, með annan endann bundinn um hálsinn, hinn endann í einhvern af offitusjúku öryrkjunum sem liggja eins og mörur á áhorfendapöllunum daglangt, (ekki af pólitískum áhuga, heldur af því að hnéin þola það ekki að ganga niður stigann) - sum sé, annað hvort að stinga af úr leiðindunum eða gera eitthvað galið. Og hún fór að hugsa. Hvað væri það brjálaðasta sem henni gæti dottið í hug? Hún hljóp heim og settist titrandi af spennu fyrir framan tölvuskjáinn, opnaði Word og skrifaði:


„Umsókn“.


Hér kom á hana hik. Hvað ætti hún að sækja um? Eitthvað brjálæðislega fráleitt. Hmmm. Engin sæti laus í Hæstarétti. Seðlabankastólarnir allir fráteknir. Þingmaður? Aldrei í lífinu! Hvað á Ólafur Ragnar langt eftir? Heyrðu, var ekki að losna um formanninn í KSÍ?


Og þar með var það ákveðið. Hún ákvað að sækja um embætti formanns KSÍ.


Hvað gat hún nú sett á ferilskrána?


Jú, ég hef auðvitað dútlað í bolta af og til. Best að skrifa það. Hvernig var það þegar ég var á Interrailinu í Rúmeníu, lánaði ég ekki krökkunum úlpuna mína til að nota sem markstöng þarna í almenningsgarðinum? Hitt fólkið vildi ekki lána þeim úlpurnar sínar því þetta voru sígaunabörn og þau óttuðust að úlpunum yrði stolið. Ég man ekki betur. Besta að skrifa það niður. Nú eða þegar ég var að bakpokaferðast um Asíu og kenndi krökkunum á Patong ströndinni að halda á lofti. Skrifa það. Talandi um það. Ég hef kennt krökkum að halda á lofti í mörgum löndum. Ekki má ég gleyma að taka það fram. Hvað fleira? Ekkert. Jæja, gott er.

Hvað varð aftur um úlpuna?

En þá rann auðvitað upp fyrir henni að hún var að sækja um formennsku í KSÍ, ekki þjálfun hjá fjórða flokki Leifturs á Ólafsfirði. Og þar sem hún sat með rýra ferilskrána fyrir framan sig fóru að renna á hana tvær grímur. Eitt augnablik var henni skapi næst að ýta á [Alt][F4] en þá varð henni litið á þingfréttadiktafóninn og hún herti upp hugann. Hún brá sér því í stórmennskugírinn og innan stundar var djákni orðinn að páfa á síðunni fyrir framan hana.


En það dugði ekki til. Það var sama hve oft hún las það sem stóð á skjánum, það myndi ekki duga. Yfir hana steyptist dimmasti drungi.


Á leiðinni heim úr Húsasmiðjunni með kaðalinn kom þó hugmyndin sem átti eftir að breyta öllu. Auðvitað! Þetta var svo augljóst. Það eina sem þyrfti væri að baða umsóknina í bleikri feminismalausn í nokkrar mínútur - og voila! hún var tilbúin.


Það skiptir ekki máli að vinna, bara að vera með. Ef maður vill ekki vera með, þá er nóg að hafa áhuga. Ef maður hefur ekki áhuga, þá er það samt réttur manns sem manneskju!

Sjáið bara kvennaknattspyrnuna! Hvers á hún að gjalda? Konur fá sama og ekkert í sigurlaun. Þær víkja fyrir fréttum í sjónvarpinu. Augljóslega ótækt! Varla fara þær að spila fótbolta, bara til að vera með!

Og nú, þegar hin fölbleika umsókn lá tilbúin á borðinu opnaði hún tölvupóstinn og boðaði kollegana á sinn fund. Frambjóðandinn var orðinn til.


Þá var bara að stofna bloggsíðu. Binda nokkrar bleikar kvígur fyrir vagninn og hossast af stað.


Vagninn fór bæ úr bæ um gervallt landið. Og allir nema litli frambjóðandinn og bleiku kvígurnar vissu að þetta var djók. En enginn dirfðist að segja það upphátt. Kvígurnar höfðu svo strangt augnaráð. Það var yfirleitt ekki fyrr en vagninn hvarf bak við næsta leiti að hlátrasköllin gullu við. Kvígurnar heyrðu gleðskap í fjarska og sögðu stoltar: „Nú höfum við gert stormandi lukku“ og þær ypptu öxlum, lyftu hökunum og göngulagið varð fjaðrað.


Svo rann upp stóri dagurinn. Vagninn nam staðar í bleiku skýi við kjörstaðinn. Kvígurnar bauluðu ofurlágt í hughreystingarskyni áður en frambjóðandinn valhoppaði kátur inn. Og varð síðastur í kosningunni.






Bleikur feminismi er hugvilla. Bleikir feministar eru dæmdir til að hafa alltaf umkvörtunarefni á reiðum höndum. Ástæðan er sú að þeir búa ekki í veruleikanum. Heimurinn er því sífellt að bregðast þeim.


Bleikir feministar hafa þó aldrei dáið fyllilega út. Ástæðan er tvöföld. Í fyrsta lagi taka þeir fullan þátt í Samkeppninni um hina hringlandi huga. Samkeppnin fer þannig fram að setið er fyrir fólki á aldrinum 16-26 ára sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að heimurinn sé rugl. Allt er lygi. Og svo fer eftirfarandi röksemdafærsla fram:


  1. Allt er lygi!

  2. [Ofsækjendur að eigin vali] segja að málstaður [Ofstækishugmyndafræði að eigin vali] sé rangur.

  3. Það sem [Ofsækjendur að eigin vali] segja er lygi. (Sjá forsendur 1 og 2.)



  4. Ef það er lygi að málstaður [Ofstækishugmyndafræði að eigin vali] sé rangur, þá hlýtur hann að vera réttur! (Sjá forsendu 2 og 3 en alls ekki forsendu 1).

Svona sannfærandi rök duga til að sjá bleikum feministum fyrir fylgi. Og fylgið endist svo lengi sem það sér enga gloppu í röksemdafærslunni eða galla í forsendunum. Þó hendir það nú flesta að þokunni léttir innan nokkurra ára - en þá eru komnir nýir og ferskir liðsmenn í kvennabúrið.


Hitt sem heldur feministum á floti er að það er alltaf ákveðinn hópur bleikra femininsta sem er eins og Austurlandið. Þokunni léttir aldrei lengi í einu.






Eitt áhugaverðasta kýlið á sinaberum kroppi bleika feminismans er Karlahópur Feministafélagsins. Nú ætla ég ekki að gefa í skyn að þú gætir safnað sama hópi manna með tilkynningu um tónleika með Börbru Streisand á NASA eða ókeypis ilmolíukynningu fyrir karlmenn. Með því væri ómaklega vegið að hommum. Það er ekki augljósasta samkenni bleikra feministakarla að þeir hangi grunsamlega lengi í sturtu í sundi. Ef þeir hafa eitthvað sameiginlegt einkenni þá er það líklega það að limir þeirra eru minni að umfangi en snípar kvennanna sem stjórna þeim.


Feminiskir, íslenskir karlar eru upp til hópa estrógendvergar. Mjúkir menn að eðli en ekki vali. Og ástæðan fyrir að þeir fá að vera með hjá bleiku kvígunum er sú sama og fær víðsýnan aðalsmann í Bandaríkjunum til að sýna svörtum samkennd með því að kaupa sér þeldökkan bryta, sú sama og fær stropaðan dýraverndunarsinna til að ættleiða hval, sú sama og fær Ómar Ragnarsson til að rækta mosa í Seríóspakka uppi á fjöllum.


Réttnefndur feminismi er ekki bleikur. Réttnefndur feminismi er svartur.


11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eruð þér anarkisti, fröken?

Jimy Maack sagði...

Svartur á hvaða máta?

Nafnlaus sagði...

go get laid

Mengella sagði...

Herra Mokk,

Ecce Homo.

Mengella sagði...

Nafnlaus #1: Ég get engar vísbendingar lesið í þá átt í skrifum mínum. Hvað áttu við?

Nafnlaus #2: Dæmigerð viðbrögð andlegrar tse tse flugu þegar hvín í heilaberkinum. Ríða sig frá ráðleysunni og ráðleggja öðrum það sama þegar þoka eigin skilninsleysis hylur manni sýn. Farðu og búðu meðal gibbonapa, prótínþambarinn þinn.

Jimy Maack sagði...

Ecce Homo: vessgú -> maðurinn? Sbr orð Pílatusar við afhendingu Jésú Kr. Jósefsonar trésmiðs (Geislabaugi 13)

Ertu að skýrskota í Ecce Homo Nietzsches (mesta egórúnk Friedrichs), 'hvernig maður á að verða maður sjálfur...'...

Er ekki alveg að ná hvað þú átt við.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað vegna þess að litur anarkismans er svartur. Svartur femínismi gat ég ekki skilið öðruvísi en sem anarkisma.

Annars var þetta tilvitnun í Umba í Kristnihaldi undir Jökli.

Mengella sagði...

Nafnaus: Já, þú meinar það. Eins gott að ég sagði ekki líka að gjörvileiki réðist af því hvort maður ætti vörubíl eða ekki.

En nei, svartur hér vísar ekki til anarkisma. Enn vísar það til Ecce Homo eins og ég sagði við herra Mokk.

Jimy Maack sagði...

Já, en þú ert ekkert búnað útskýra hvað þú átt við með því... ertu semsagt að skýrskota til Nietzsche?

Ecce Homo er ekkert svo góð miðað við Genseits von Gut und Böse eða die Fröhliche Wissenschaft... er meðal þeirra verka sem er minnst í uppáhaldi hjá mér þó að Fritz eigi oft hug minn allan...

Mengella sagði...

Herra Mokk.

Lesist bókstaflega: Ecce Homo *punktur*

Nafnlaus sagði...

Caravaggio.Mikið drama.Ljós og skuggi.Sú gamla góð, þetta gengur helst til hægt fyrir hennar smekk. "Koma svo!" væri ágætur titill.