23. janúar 2007

Bless, bless, Barnaland

Þá hefur það gerst, sem svo margar hafa óskað eftir. Ég er komin í ævilangt bann á Barnalandi. Ég held að ástæðan sé sú, að vefstjóri hafi lesið fallegu orðin sem ég hafði um hann hér að neðan og ekki kunnað að fara með þessar nýju og óvæntu tilfinningar. Svo hann skellti á mig banni.


Uppgefna ástæðan er þetta innlegg, sem ég setti inn:


**LITLA HETJAN** VILJIÐI...
...biðja fyrir henni.

Subject: [Fwd: Sunna Sol]
Date: 21. janúar 2007 13:35:29 GMT+00:00
To: mengella@gmail.com
Reply-To: eskihlid23@simnet.is

Sunna Sól er 2 mánaða og fæddist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm. Hún er búin að berjast fyrir lífi sínu allan þennan tíma en hefur staðið sig eins og alger hetja.

Verið er að setja upp heimasíðu fyrir foreldra hennar, þau Heimi og Unni, og söfnunarreikningur hefur verið opnaður. Meiri upplýsingar síðar.

Nú þurfum við bænir ykkar

Hér er mynd af litlu hetjunni:

http://i123.photobucket.com/albums/o305/Sunnasol/sunnasol.jpg

[Það skal tekið fram að allstór hópur var á báðum áttum um það hvort Sunna litla væri alvöru barn eða ekki]


Og þar með lýkur þætti Mengellu á Barnalandi, nema auðvitað...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kúkaástand og vefstjóralufsur. Ég er víst búin að setja mitt frjálsræði í hættu fyrir þig, í heilagri reiði minni.

Nafnlaus sagði...

Við fáum semsagt ekki að fylgjast með Sunnu Sól í gegnum þig á barnalandi. Hver ætli taki við því þarfa starfi.

Nafnlaus sagði...

Ég get reynt að koma upplýsingum áleiðis Shiva. Svo verðum við bara að vera duglegar heimsækja þetta blogg.

Mengella sagði...

Hefði ég vitað af þessum látum, væri ég búin að ljúga þessu fyrir löngu.

Já, þetta eru bara heyglar og druslur og...og...vefstjórar!

Jimy Maack sagði...

Ég samhryggist þér innilega. Þá er það bara að finna sér nýjan skítkastsvettvang. Mæli með málefnin.is ...

BTW. svo þú vitir það þá hef ég lúmskt gaman að skrifum þínum og ég er ekkert hörundssár yfir þessu, ég er búinn að bæta þér í bloggyfirferðina mína svo þú hefur eitthvað áunnið með meinlegum athugasemdum þínum um félaga minn...

En góða besta farðu nú ekki að gráta yfir því að barnaland skuli hafa sparkað þér, rétt eins og þú sagðir um Eyva; þú uppskerð eins og þú sáir.