23. janúar 2007

Ef þau vita það ekki...

...hver veit það þá?


Í Sálarrannsóknarfélaginu er auðvitað allt krökkt af rammskyggnu fólki. Fólk sem sér gegnum holt og hæðir. Fólk sem getur setið við dánarbeð manneskju og haldið uppi hrókasamræðum fimm daga framyfir útförina. Fólk sem getur fundið krabbameinið í þér með því einu að leggja kennitöluna þína við bankanúmerið sitt og deila með tveimur.


Fólk sem af einhverjum ástæðum hefur engar leiðir til þess að komast að því hverjir númer fimm og sex eru á þessari mynd:


Þessi mynd er tekin af hópi fólks á lóð Arthur Findley college, óvíst hvaða ár. Ekki þekkjum við alla sem eru á myndinni svo það væri gott ef einhver gæti frætt okkur um það.



1. Þórunn Maggý Guðmundsdóttir, miðill.
2. Guðmundur Einarsson, fyrrverandi forseti SRFÍ.
3. Aðalheiður Guðmundsdóttir, gjaldkeri SRFÍ til margra ára.
4. Ósk Guðmundsdóttir, læknamiðill (látin)
5. ?
6. ?
7. Eiginkona, Hafsteins Björnssonar (látin)
8. Hafsteinn Björnsson, miðill (látinn)
9. Ágústa Stefánsdóttir, var í stjórn SRFÍ um tíma.
10. Guðmundur Ragnar Mýrdal, heilari.

Engin ummæli: