14. nóvember 2007

Feit og ljót börn

Við höfum óskaplega gaman af því, sem þjóð, að hafa áhyggjur af börnum. Sérstaklega finnst okkur gaman að trúa því að sjálfsmat og siðferðiskennd barna sé á hraðleið til helvítis.

Í kvöldfréttum Rúv var sagt frá þeim sláandi niðurstöðum að 21-23% barna í 6. og 7. bekk telja sig of þung. Þá kom í ljós að eitt barn af hverjum fimm átti í vandræðum með svefn upp á síðkastið og að tvö til fjögur börn í bekk telji sig „ekki flott“. Loks kom í ljós að drengjum er síður hrósað en stúlkum.

Fimmtungur barna er of þungur, foreldrar sumra barnanna hnoða þeim upp í rúm eldsnemma og þar liggja þau andvaka þar sem þau eru ekkert þreytt, færri börn en fimmtán í bekk eru „flott“ (þetta eru unglingar, þau líta út eins of fífl) og það er full ástæða til að hrósa stelpum frekar en drengjum.


Ekki er með skynsamlegu móti hægt að kalla börnin, sem
merkt eru með hring „flott“.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú hefur botninum verið náð; á lægra plani gæti þessi bloggfærsla ekki verið.

Nafnlaus sagði...

Settu inn mynd af þér og sjáum hversu mörgum finnst þú "flott/ur"?
ég hugsa að í þeirri sjálfblekkingu sem þú lifir í, þá munt þú verða hissa á því hversu margir myndu setja hring um hausinn á þér!

Nafnlaus sagði...

Ég skil ekki hvers vegna menn eru svo uppteknir af nafnleynd/leysi. Eru orðin eitthvað minna "sönn", eða þýða þau kannski eitthvað annað ef höfundurinn notar dulnafn?

Nafnlaus sagði...

Fyrir okkur sem eru utangátta, hvaða hópur er þetta á myndinni?

Nafnlaus sagði...

�a� er allavega tv� b�rn � vi�b�t � �essari mynd sem �g myndi ekki kalla "flott"

Valt�r/Elvis2

Nafnlaus sagði...

mér finnst þetta viðbjóðslega fyndið.

móðir

Nafnlaus sagði...

Ef nafnleysið er notað til þess að hegða sér eins of fífl þá skiptir það máli.

Það er engin afsökun að þetta sé bara æðislegur einkahúmor í huga höfundar Mengellu og hennar vitgrönnu aðdáanda.

Staðreyndin er sú að ef hann væri að skrifa undir eigin nafni þá hefði brandarinn aldrei gengið þetta langt því að þá væru allir búnir að missa alla virðingu gagnvart honum. Þ.e. allir nema hinir siðferðislega fötluðu aðdáendur hans.

Sjálfsmynd höfundarins er líka það stórkostlega ónýt að hann er búin að reyna að klóra í bakkann síðustu vikur í mikilli örvæntingu og með skemmtilega barnalegum hætti til að fela sig á ný eftir að nafni hans var ljóstrað upp.

Hann er á harðahlaupum undan meintu meistaraverki sínu því hann veit að hann er enginn bógur til þess að standa undir þessu skrímsli sem hann hefur skapað.

Í viðleitni sinni til þess að bjarga geðheilsunni þá hefur hann leitað skjóls í sjálfsblekkingum og brenglaðri sjálfsréttlætingarmöntru sem snýst um það að enginn geti skilið snilli hans og raunverulegan tilgang.

Þér er sannarlega vorkunn.

Nafnlaus sagði...

þessu sit ég ekki undir þegjandi og hljóðalaust. siðferðilega fatlað fólk hefur líka rétt á að hlæja. og fífl. og vitgrannir.

fyrir hönd siðferðilega fatlaðra á íslandi

siðferðilega vitgrannt fífl

Nafnlaus sagði...

kæri nafnlaus. félagi. ég er sammála. ég er algerlega og óundantekningarlaust mótfallinn svívirðingum í skjóli nafnleyndar.

ég vona innilega að einhvern daginn takist okkur að virða sjálfir þessa ófrávíkjanlegu reglu okkar. styðjum hvor annan í baráttunni.

þú átt mig að,
nafnlaus...

Nafnlaus sagði...

Það er þetta fína vídeó á síðu ÁBS. Er Meistarinn inní skáp eða fatahengi? Ódýr jakkinn nýtur sín ekki í lélegri lýsingu og afleitum hljómburði.

Nafnlaus sagði...

Síðan hvenær teljast 11 ára börn unglingar?

Nafnlaus sagði...

Þessi árátta íslenskra bloggara að heimta afhjúpun nafns er bara fyrir aumingja sem skortir mótrök. Þegar internetið átti sinn uppgang þótti einmitt nafnleysið einn af kostum þess, en nú virðist sem smásálirnar séu hættar að höndla það að geta ekki starað niður andmælanda sinn vegna óvissu hver það er. Þeim finnst greinilega að æstur múgur eigi að fá að þagga niður í einni óvinsælli röddu í krafti eigin fjöld og svertingu mannorðs.

Þetta sama fólk héldi líka flest kjafti ef það hefði ekki blogg"vini" sína á bak við sig.

Nafnlaus sagði...

Þetta er yndislegt, ég styð þetta fullkomnlega. Ég veit ekki vinur, hvað þú átt að vera gera mikið verr, en það sem gengur á þarna úti. Punktur.

Óskar

Nafnlaus sagði...

er þesi færsla um feit börn eða er hún um vitgranna bloggara.
Ég fæ ekki betur séð en þeir sem leggja færslunni innlegg tali frá
hjarta hinnar ízlenzku sætmullu.
fólk sem hefur verið kvalið af æðri verum, drullusoccum, skepnum, hreccjuzvínu, og nafnlausum skríl.
Candidatar eineltis, þið felið ykkur bak við innihaldslausar hótanir, vegna þess að eistun á ykkur komu aldrei niður, meira að segja Kristur negldur á kross,hefði gefið sér tíma,spjóti undaður ,að hrækja á andlit ykkar, raggeitur.
Endilega farið í æðra nám.
Mæður ykkar munu sennilega minnast
dugnaðarins yfir randalín kökum, löngu efir að þið drukknuðuð í Dietcoke þambinu.
ps. Mengella er dauð . Mengella lengi lifi

Nafnlaus sagði...

hihihi