13. nóvember 2007

Og blöndungurinn kom fljúgandi inn um stofugluggann...

Áður en haninn galaði tvisvar var Þórdís búin að afneita mér þrisvar og Ásgeir tvisvar.

Ég get ekki sagt að það komi mér stórkostlega á óvart. Til þess var leikurinn gerður.

Staðan er sumsé sú að ég tók eftir því að Hildur, Þórarinn og Jón Örn voru tekin upp á því að þykjast vera ég í einhverju innanbúðarsprikli sín á milli og kunngera það heiminum. Og fyrst þau voru svona áfjáð í að vera ég þá ákvað ég að spila með. Ég bætti við tveimur sakleysingjum úr kunningjahóp þeirra og gaf þeim allan heiðurinn, vonandi það að gamanið myndi kárna. Sem það og gerði.

Lætin útaf þessu voru stórkostlega furðuleg. Það er merkilegt hve mörgum þetta er hjartans mál. Hápunktarnir voru þó þeir þegar Skúli Steinn rak sitt stóra nef inn á þessa síðu og mælti ögrandi með dillandi tóni: „Muniði eftir mér?“ eða eitthvað álíka gáfulegt. Ljóta fíflið sá drengur. ÁBS var stórkostlegur í hlutverki hins umvöndunarsama föður sem taldi sig eiga ýmislegt ósagt við skáldin í hópnum og vildi vita hvað útgefendur þeirra og vinnuveitendur myndu segja um málið. Hvað með það þótt þó væru ég? Er munur á því að glensa með Breiðavík og því að nota skriftir til að fá útrás fyrir eigin miðaldra fantasíur um vændiskaup? Eyvindur kom með svipaða línu, enda hefur hann sótt einkennilega fróun í það að vera kjölturakki ÁBS síðan hann fékk löggildingu sem rithöfundur.

Nú mæli ég með að þeir, sem áhuga hafa á því, lesi bloggið og aðrir láti það einfaldlega vera. Það má vel vera að ég opinberi mig einhvertímann seinna. En það verður ekki nándanærri strax.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi, sýndu smá steina Jón, það þýðir ekki að gefast upp þó nokkrir ruddar rífi sig.

Nafnlaus sagði...

Eða er þetta Óli?

Ágúst Borgþór sagði...

"Er munur á því að glensa með Breiðavík og því að nota skriftir til að fá útrás fyrir eigin miðaldra fantasíur um vændiskaup?"

Svona skrif eru ekki samboðin þeim sem þykist hafa vit á bókmenntum og setur á langa fyrirlestra um Maupassant.

Nafnlaus sagði...

Er ekki Breiðavíkur-glens bara mainstream?

Mainstream-hljómsveitin Sprengjuhöllin notar Breiðuvík í textanum á sínu vinsælasta lagi, Glúmur. Þar kemur fram:

"Hann þekkti víst Geirfinn og Ciesielski.
Hann var með þeim báðum í Breiðuvík.
Það var lærdómsríkt."

Og allt sungið með bros á vör!