28. september 2007

Bjánafréttamennska

Hvernig í anskotanum er hægt að ætlast til þess að fólk nái að mynda sér skoðun á alheimsviðburðum þar sem fréttamenn virðast ekki einu sinni vissir um nafnið á landinu. Ég er ekki að nenna að leggjast í einhverja rannsóknarmennsku á málinu.

Ég skal þó viðurkenna að, miðað við þær fréttir að verið sé að draga munka út úr rúmunum og berja þá vegna þess að þeir láti ekki af mótmælum sínum gegn háu bensínverði, þá er málið kostulega fyndið.

Ég segi eins og María: „Ef þeir hafa ekki efni á bensíni, af hverju kaupa þeir ekki bara dísel?“

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er erfiðara fyrir munkana að kveikja í sér ef þeir eiga ekki fyrir bensíni, þetta háa bensínverð hindrar þar með tjáningarfrelsi þeirra..

Valtýr/Elvis2