7. september 2007

Hugleiðsla og hnakkaspik


Fékk sendan í pósti link á óvægna persónulega árás á mig á heimasíðu þess rammþingeyska 'Onrís Birgis. Ég er vægast sagt orðlaus yfir árásinni. Þar gerir hann sér mat úr einhverri fíflakönnun um íslenska bloggara þar sem m.a. ég er sett stalli ofar en hann. Ég nenni ekki að eyða mínútubroti í að hugsa (hvað þá fjalla) um þessa könnun. En ég er tilbúin að taka nokkrar sekúndur af ævi minni í umfjöllun um doppelganger hins mývetnska fjalls Vindbelgs.

'Onrí þessi gerir sig út fyrir að fjalla um keppnisíþróttir. Aðkoma hans að þeim er viðlíka og málglaðs gelding í kvennabúri. Sá gæti vafalaust glatt margan skoltrakan kvennabósann með nákvæmum lýsingum á þeim bungum og beygjum sem hann fyrirhittir í vinnunni en fær því miður ekkert út úr því sjálfur annað en athyglina. 'Onrí þekkir þá tilfinningu sem fylgir hressilegum, líkamlegum átökum aðeins af afspurn – enda sílspikaður, lýsisumflotinn belgur.

'Onrí minnir á þá næringarfræðinga sem spretta upp eins og gruggglerjaðar gorkúlur í hvert skipti sem nýr megrunarkúr nemur land. Þeir birtast, hálfgegnsæir, í sjónvarpinu að útmála kosti réttrar fæðu. Með bauga undir augum og hlykkjóttar bláæðalengjur upp eftir andlitinu bifast veiklegir kjálkar ofurvarlega svo skín í skrápkennt tannholdið. Fólk, sem gæti eins verið í viðtali út af frelsun þýskra fangabúða, á ekki að sérhæfa sig í réttri næringu. Og fólk, sem getur ekki klippt á sér táneglurnar án þess að verða andstutt, á ekki að sérhæfa sig í íþróttum.

En það er svosem augljóst hvers vegna þessi fleskbiti blaðrar um sportið allan daginn. Það er vegna þess að það er svo ógnarauðvelt að vera klárasti kumpáninn í þeim félagsskap. Keppnisíþróttamenn eru svo tregir og illa gefnir að svotil hver sem er getur gerst andlegur jarl í þeirra hópi. Og þar sem 'Onrí er ekki útbúinn til langferða í leit að andans upphafningu skríður hann upp á lægstu skörina. Yfir botnfalli erfðasósunnar marar mörhnullungurinn í hálfu kafi og býst til að láta dást að sér.

Það er máski húsvískan sem teymir þennan tilvonandi hjartasjúkling áfram. Húsvíkingar eru þurrabúðarbændur í fyrrum blómlegustu sveit landsins. Úrhrök og undirmálsmenn sópuðust þar saman eins og umgangslið við Skálholt til að naga holdið af þyrsklingum. Menningarbragur Húsvíkinga hefur ekki glæðst síðan. Húsvíkingar búa ekki í sama veruleika og aðrir. Þeim hefur heppnast að særa fram sameiginlegan hliðarveruleika. Í þeim veruleika er húsvíska í senn hið fagra og hið góða. Sá er bestur sem best kemst að orði og rök mega sín einskis á móti hnyttilegu orðalagi. Lítil klön mynda þorpsbraginn og skyldan gagnvart ættinni er öllu æðri. Þeir sem rekast utan í ættstóra lauka eru ofsóttir og hraktir á brott. Fyrir nokkrum árum var þar kært í nauðgunarmáli og vinir og venslamenn hins meinta nauðgara sáu strax að slík mál er best að leysa með almannadómi. Stuðningslið hans hóf undirskriftasöfnun og ofsóknir á hendur stúlkunni. Húsvísk menning er sikileysk. Það hlæja allir saman að kvöldi en að morgni vaknar aðkomumaðurinn með blóðugan hrossstrjúpa sem bólfélaga. Undir kátlegu yfirborði leynist grugg og grátt gaman.

Eins er það með 'Onrí. Kátlegt yfirbragð manns, sem sóma myndi sér vel í einhverri sögu Dickens, og fnas um berleggjaða, treggáfaða hlaupagikki er aðeins skorpan á því sem er sorgleg, lítil sál, sem leitar huggunar í hertri fitu. Hrokakennd uppgerðarhógværð eru lauslega ofnar umbúðir um gelding í kvennabúri. Strákinn sem valinn er síðastur í lið. Tilraun hans til að vera beittur og háðslegur gagnrýnandi nær ekki að hylja skömmina. Honum þykir raunverulega leitt að hafa ekki verið ofar á þessum bjánalega lista yfir bloggara. Það hefði kveikt kærkomin yl í fituglansandi gollurhúsi.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stórkostleg lesning. Þakka fyrir mig.

Þú ert ekki bara nafnlaus heigull heldur ertu líka hörundssárasti maður Íslands. Til hamingju með það.

Að skila slíkri ritgerð út af þrem litlum setningum er klárlega afrek og ber vott um andlegt jafnvægi síðuritara sem er augljóslega í fínu standi.

Síðuhaldari er einnig hetja mikil að vega af slíkum mætti að nafngreindum einstaklingum í skjóli nafnleysis. Það er ekki öllum eðlislægt að vera svo smásálarlegur.

Þú ert hetja. Til hamingju með lífið. Þú ert á réttri leið.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju. Þér tókst ekki aðeins að fara niður á hans plan, þú fórst enn neðar!

Nafnlaus sagði...

Ég hef aungva skoðun á títtnefndum ´Onrí Birgi.

Ég óska þess þó að honum hafi ekki orðið meint af lestri þessa pistils. Hitt er annað, að ég finn fyrir óstöðvandi kátínu við lestur myndlíkinganna sem Mengella notar.

Kveðja,

Vonlaus aðdáandi

Nafnlaus sagði...

Hver er þessi linkur eiginlega?

Nafnlaus sagði...

...ég óska þess að honum hafi orðið meint af þessum pistli, en líklegra þykir mér að hann vaggi sæll í sínu hnakkaspiki...

Nafnlaus sagði...

fástu ekki um þennan andlausa blöðrusel týndan í eigin sýndarheimi mengella.
Hann er bara öfundssjúkur múhahah.

Nafnlaus sagði...

auk þesss..... hvað felst í nafni henrý birgir? Ó hver ert þú henrý birgir. Má ég sjá inn í litla egófríkið þig ó henrý já

hahah ég er nafnlaus heigull hahah
þó ekki mengella
bara einker gaur hehe

Nafnlaus sagði...

hennnnrýyyy´´yyýý´´yy!!!!! HVER ERTU!!!!!! LEITAÐU DJÚPT!!!!!
EINBEITTTU þÉR VIRKILEGA!!!! HVER ERTU!!!!
HVER ER ÞESSI HENRÝ BIRGIR??!!!!
LEITAÐU HENRÝ LETAÐU!"!!!!!
HVVVVAAAAAAARRRRR ERRRRRRRRRTUUUU


HEEEEEENNNNNNRRYYYYYYYYY!!!!!!!!1

HVAR HAFA DAGAR LÍFS ÞÍNS LIT Sínum GLATAÐ!!!!!!?????? SVARAÐU MJJJJJEEEEERRRRR (af hverju er ekki hægt að hafa þessa stafi stærrriiiii.... ég vil þúst virkilega ná til henrý birgis ..... hann er svo týndur)


HHHHHEEEEENNNNNNNRRRRRRRRRRRRYYYYYYYYYYY!!!!!

ó the irony

Nafnlaus sagði...

já þú ERT svona RAMMM þingeyskur kadddllinnnnn.... jájá seisei það ertu.
og ert STOLTUR af því.... svo ertu nú kannnski LIVERPOOLLL KJEEEDDDDLLL og hitttir fjeeeeellagana yfir bjór og svona. Jáj´jaá er það það eina sem´þú ert henrý. ER ÞAÐ?
þú hefur leitað og fengið svör. Og Sjá Hvar Hinn Allmikli Henrý Birgir Birtist okkur í nærveru sinni í dag. Þakka þér fyrir Henrý fyrir þann háæruverða mátt þess allraheilagleika þesss sem þú ert í umboði fyrir og þakka þér fyrir það form sem þú birtist hér í dag sem spaugs þess sem er.

Nafnlaus sagði...

takk.

... með sigurrós
svigiopnastsvigilokasterlíkafínngaur

Nafnlaus sagði...

Le´s ´Enry.... Lés Magnifiqueeeee...
tout de fe fleflefle.....
un croissant

Nafnlaus sagði...

HEEEEENNNNNNRRRRRRYYYYYYYY!!!!!!!!











annars biðst ég forláts á málæði mínu Henry.
Kaseiru so bara boltinn á morgun mar? So bara þessi fíni BOOHHHLLLDI. ...?

Nafnlaus sagði...

sá er ritar þetta er ei mengella (svo ber að votta fyrir kæran Henrý sem þráir svo að vita hver er þetta reit er)
heldur er ég téður Ánónímúss, skæður hryðjukommentatör í þessu bloggkommentakerfi þessa einstaka bloggs Mengellu.

Nafnlaus sagði...

"Fékk sendan í pósti link á óvægna persónulega árás á mig á heimasíðu þess rammþingeyska 'Onrís Birgis. Ég er vægast sagt orðlaus yfir árásinni."

Nú getur ekki verið gott að búa í glerhúsi, eða hvað?