13. september 2007

Mitt síðasta orð um Lúkas

Fyrir ekki svo löngu síðar var skíthæll fundin sekur um það að hafa ítrekað og margvíslega nauðgað stjúpdóttur sinni. Hann byrjaði að nauðga henni þegar hún var sjö ára og ofsótti hana og áreitti alla hennar barns- og unglingstíð upp frá því. Ofbeldinu lauk ekki fyrr en stúlkan komst á þrítugsaldur.

Sá var dæmdur til að borga rúmlega milljón í bætur til stúlkunnar.

Helgi Rafn, iðjuleysingi, sem hingað til hefur haft lifibrauð sitt af því að taka ljósmyndir af stúlkum í annarlegu ástandi, hefur í samráði við lögmann sinn verðlagt þær ofsalegu hrellingar sem hann gekk í gegnum meðan hann var hataðasti maður landsins í nokkra daga á 10 til 100 milljónir.

Skyldi sá, sem nafngreindi hann, fá helminginn?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg fáránlegt. Ég sem hélt að svona vitlaust fólk væri bara að finna í bandaríkjunum. Þ.e.a.s. fólk sem kærir allt og heimtar himinháar bætur. En það er best að skrifa sem minnst um þetta, maður gæti fengið senda heim kæru í pósti frá Helga.

Nafnlaus sagði...

Væri ekki við hæfi að Lúkas sjálfur fengi að njóta milljónaævintýris Helga?

Kannski ný hundaól?