28. september 2007

Rónið II



Fleiri smáborgaralegar húsfrúr í Vesturbænum en Meistarinn hafa fengið hland fyrir hjartað vegna færslu minnar um rónið. Ég er svosem vön því.

En þó er rétt að árétta nokkra hluti (fyrir skilningsblinda):

Rónavinir eru fífl. Blómeygðar pollýönnur á hringleikahússpöllum. Hræsnisfullar haugsugur mannlegrar lágkúru. Mansalsfól og farísear. Tvískinnungur rónavina er með slíkum eindæmum að það er áþekkt því að berjast fyrir mislægum gatnamótum í vegakerfinu og brunaútgöngum á sjúkrahúsum á sama tíma og maður vill verja rétt fólks til að reykja hamp undir stýri og skíta í sjúkrarúm karlægra.

Á þessu volaða landi voru nýlega lagðir fjölmargir dálkar blaða undir það hvort einhver aflóga stóðhestadrusla hafi staðið horuð í haga eftir sumarið. Þá má sekta fólk grimmilega fyrir það að keyra á vondum dekkjum eða óólað við bílrammann. Það má neita feitu fólki um að verða foreldrar og senda víkingasveitina á þá sem pissa út við vegg á fylleríi. En það má sætta sig við það að hópur fólks ráfi um miðbæinn illa til reika, stútfullt af hættulegum smitsjúkdómum, angrandi vegfarendur, börn og gamalmenni, ríðandi hvert öðru fyrir dóp og sopa, sníkjandi, angandi og andfúlt. Það má meira að segja byggja upp stoðþjónustu fyrir þessi dýr, útvega bedda, súpur og húsaskjól. Líta svo á að útgönguleiðin sé í gegn um tortryggilegt hyski í sálnaveiðaakkorðsvinnu.

Af hverju er víkingasveitin ekki að tækla þetta fólk? Af hverju leyfum við mannlegri eymd að þrífast á áberandi stað á meðal okkar? Af hverju höfum við meiri áhyggjur af hrossum í haga en rónum á Austurvelli? Af hverju þykir róni rómantískt hugtak? Sömu fíflin og vilja stoðþjónustu fyrir róna vildu Randver áfram í sjónvarpið, og af hverju vildu þau Randver áfram? Jú, því þá fengju þau að hafa róna fyrir augunum heima í stofu líka. Njóta hamingjunnar á kostnað fólks, sem hefur ekki lengur mannlega reisn.

Róni á Austurvelli er kýli á búk samfélagsins. Sumir hafa gaman af rónum og eru þar með farnir að hafa mannlega eymd að skemmtiefni. En halda í fávisku sinni og nærsýni að það sé siðferðileg djörfung að stugga ekki við rónum.

Það á að gera rónum lífið leitt endurtek ég hér með. Ofsækja þá og áreita án þess þó að gera það sjálfum sér til skemmtunar. Gera þennan lífsstíl ónotalegri og óæskilegri. Bjóða síðan (Ágúst, tekur þú eftir þessu) aumingjunum sem annars yrðu rónar uppbyggilegri leið úr ógöngunum. Vilji þeir það ekki höldum við áfram að reyna þar til ræfillinn er dauður eða tekur viðbragð.

Ef hópur fólks kæmi saman í litlum glerbílskúr á Austurvelli og andaði að sér útblæstri myndum við ekki hika við að grípa inn í og draga fólkið organdi og æpandi inn á hæli. Lumbra á því ef það berðist á móti. Við eigum að gera það sama við rónaræflana.

Árið 2007 á róni að vera álíka eðlilegur hluti samfélagsins og Ingjaldsfífl bundið við stein.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Auðvitað á að afnema og fjarlægja allt "rón" atferli úr Reykvísku borgarsamfélagi .
Og einnig dularfulla og sveitta útlendinga sem skella kellu inná klósett, til að svala fýsnum, fýsnum sem engin heilvita Íslensk kona fékkst til svala með fúsum og frjálsum vilja .
Enda eru þessir karlkyns nýbúar, oftast eitthvað úrkast úr eigin heimalandi, sem halda að kerlur á norðlægu skeri (Íslandi) séu jafn ómerkilegar og skinnskroppnar rollur í hálfhrundu fjár(hóru)húsi .Conwoy@visir.is

Nafnlaus sagði...

Hvernig ætlar þú, Conwoy, að sigta út þá útlendinga sem munu gera eitthvað af sér?

Það er aldeilis álit sem þú hefur á körlum sem flytjast búferlum. Hvað með konurnar? Eða þá forfeður okkar? Voru þeir úrköst?

Nafnlaus sagði...

Álit mitt á austantjalds mönnum er ekki hátt.
Allavega ekki á meðan þeirra álit á Íslensku kvenfólki, er ekki hærra en raun ber vitni .
Conwoy@visir.is

Nafnlaus sagði...

Ég reyndar kannast ekki við þetta álit þeirra á íslensku kvenfólki. Er það eitthvað á þá leið að þær muni hugsanlega sofa hjá þeim ef þeir sýna þeim áhuga? Ef svo er sé ég ekki mikinn mun á þessum innfluttu og þeim innfæddu.

Hefur það þá eitthvað að gera með aðferð þeirra við að sýna þeim áhuga? Hefur þú orðið þessa var þegar þeir eru drukknir niðri í bæ? Það má þá kannski finna það þeim til sakar að þeir drekki of mikið, og gleymi að vanda sig. Er það málið?