18. september 2007

Einkennileg sölumennska

Ég læt gemsann minn stundum sækja fyrir mig fréttirnar snemma dags. Í morgun fékk ég þannig senda fréttatilkynningu um væntanlegan ljóðadoðrant Eiríks Arnar. Nú er ég þannig manneskja að ég væri vís með að kaupa slíka bók – bæði vegna þess að ég hef nokkuð gaman af ljóðum og eins vegna þess að sjálfsbjargarviðleitnin er góðra gjalda verð. Svo er þúsundkall ekkert verð fyrir bók.

Eeeen ... og hér kemur þetta óumflýjanlega og landregna en, þegar ég las að bókin innihéldi 50 síðna bálk um liðhlaupa í Þorskastríðinu, 8 blaðsíðna ljóðhljóðabálkinn Einræðisherrana og 60 síðna róttæka endurvinnslu á Tímanum og vatninu, þá, og þó ekki síst þegar einu ljóði bókarinnar var hælt, því það hafði fengið verðlaun – langaði mig alltíeinu voða lítið í bókina.

Engin ummæli: