6. september 2007

Útburðarvæl


Ég hef ekki haft tíma til að sinna skrifum hér upp á síðkastið. Enn síður hef ég haft tíma til að lesa skrif annarra. Annað er slæmt, hitt er gott. Fátt, sem bloggað er á íslensku, er þess virði að vera lesið. Yfirleitt eru bloggin ekkert annað en gráleitir, vambstrengdir skjáir inn í dauflegt andlíf.

Þó finnst mér alltaf gaman þegar rökrætt er um hluti eins og fóstureyðingar. Tilfinningahitinn er svo dásamlegur. Þessi tilfinningahiti sem aðeins kemur fram þegar eldsmaturinn er löðrandi í skömm og samviskubitum.

Einna verstar fósturmorðvarga þykja mér óbyrjur í afneitun. Kerlingaálftir sem náttúran hefur skilgreint sem endapunkt tiltekins erfðaefnis en djöflast gegn náttúrunni af slíku offorsi að læknar mega gjöra svo vel að fylla heilu glasastaflana af börnum til þess eins að þær megi myrða þau í súrum legum sínum. Sumar konur hafa með þessum hætti myrt fleiri króga en Rússar og Téténar fyrirkomu í Beslan.

Ég ætla ekki einu sinni að bregða siðferðilegum mælikvarða á þær rottur í kvenmynd sem nota fóstureyðingar til að koma í veg fyrir slit. Ölóðu glyðrurnar, sem ekki eru í rónni nema kitlaður sé á þeim leghálsinn.

Eitt af baráttumálum gamaldags feminista er að litið sé á líkama kvenna sem þeirra yfirráðasvæði. Börn lúti því vilja mæðranna þar til þau flytja út. Þetta baráttumál er augljós arfur frá feðraveldinu, þeim tímum þegar litið var á það sem sjálfsagðan hlut að karlar drottnuðu yfir konum sínum. Karlarnir börðu konurnar þá og nú berja konurnar börnin.

Konur hafa alltaf haft af því allnokkuð gaman að bera út börn. Skinhelg slepjan, sem nútímakonan hefur sveipað um sig breytir engu um það.

8 ummæli:

oskar@fjarhitun.is sagði...

Rosalegir punktar!

Minnir dálítið á meistarastykkið "Palindromes", kvikmynd eftir Todd Solondz, sem er eitthvert rækilegasta kjaftshögg á hið afar einstrengingslega "Pro Life vs. Pro Choice"-kjaftæði sem ég hef séð.

Nafnlaus sagði...

Leitt fyrir sál barns að heyra það í ríki Guðs, að hafa misst af jarðnesku lífi, vegna þess að einhverjum fannst tilkoma þess ekki nægilega vel tímasett eða siðferðislega þægileg .
Vel skrifaður pistill eins og þín er von og vísa Mengella, kveðja : Conwoy@visir.is

Nafnlaus sagði...

En smart.

Nafnlaus sagði...

...nja, heldur þykir mér hin fagra Mengella hafa meikað sig með sérviskuleugu sminki.

Að það séu til óhamingjusamar konur á villurölti um barneignarlendur?

Áreiðanlega.

"It takes all sorts"

En að þetta sé eitthvað innlegg í siðferðisumræðu, sem varðar fóstureyðingar, ...varla.

Hún snýst um annað en bitrar konur og Mengellu, sem hefur í glámskyggni sinni einblínt á þær konur...

Nafnlaus sagði...

"Einna verstar fósturmorðvarga þykja mér óbyrjur í afneitun. Kerlingaálftir sem náttúran hefur skilgreint sem endapunkt tiltekins erfðaefnis en djöflast gegn náttúrunni af slíku offorsi að læknar mega gjöra svo vel að fylla heilu glasastaflana af börnum til þess eins að þær megi myrða þau í súrum legum sínum."

Talandi um að sparka í liggjandi mann!

Nafnlaus sagði...

Það hefur alla tíð verið óskiljanlegt fyrir mér hvernig nútímakonur geta túlkað lögin um fóstureyðingar sem frelsi. Í mínum augum er það svo, að lögin eru nánast uppfylling aldagamalla óska karlmannsins um að sleppa og firra sig allri bindandi ábyrgð. Með lögunum um fóstureyðingar er ákvörðunin lagalega lögð í hendurnar á konunni. Karlmaðurinn situr ekki eftir með Svarta Pétur, heldur sendir hann áfram.Sektarkenndina og ábyrgðina verður konan að bera. Það var hún sem tók ákvörðunina. Hennar var valið. Karlmaðurinn sleppur undan. Auðvitað er hægt að hafa þá skoðun að karlmanninum ætti ekki að leyfast að skilja og upplifa þetta svona. En siðferðilega hefur karlmaðurinn verið á flótta síðan á dögum Adams.
Árum saman börðust velgefnar og upplýstar konur fyrir lagasetningunni sem karlmenn hefur alltaf dreymt um. Slík eru völd mannsins í dag, að enginn lög eru sett ef karlmenn hafa ekki beina þörf eða not fyrir þau. Líkt og ýmsir femínistar hafa bent á, þá er hægt að túlka svokallaðan sjálfstæðan rétt konunnar til fóstureyðingar sem ofbeldi gagnvart konum.
Því hvað er það sem við sjáum ef við fjarlægjum allar hindranir og breytum okkur í flugu á veggnum á spítalanum? Við sjáum lækni, líklega karlmann með einbýlishús, konu og þrjú börn, sem samviskusamlega fjarlægir ófætt barn efnalítillar, ógiftrar og barnlausrar konu. Svo gegnumsýrð af efnishyggju erum við orðinn að við setjum jafnaðarmerki á milli umhyggjuvelferðar annars vegar og launaseðils og húsnæðisstærðar hins vegar. Þetta, þrátt fyrir að við flest öll þekkjum dæmi um að efnafólk er ekki endilega barnana best þegar kemur að umhyggjusömu barnauppeldi. Fólk eins og læknar. Ekki tekur hann konuna alvarlega sem móðir. Ekki tekur hann fóstrið alvarlega sem manneskju. Og ekki tekur hann heldur sjálfan sig alvarlega sem lækni. Næstum það eina sem hægt er að taka alvarlega, er ósk föðursins að firra sig ábyrgð og ósk atvinnumarkaðarins eftir að traustum og illa launuðum kvenlegum starfskrafti.
Ég get ekki að því gert að að ég sjái ekki annað en stæka manneskjufyrirlitningu í þessu. Ef læknirinn hefði tekið konuna alvarlega sem móðir, hefði hann lagt nokkra tugi þúsunda á borðið í staðinn fyrir að gera sogpumpuna klára. Ef þjóðfélagið tæki sjálft sig alvarlega sem velferðarsamfélag, myndi maður aldrei skrifa tilvísun á uppá dauðadóm sem lausn á félagslegu vandamáli. Það miskunnarlausasta við þessa útrýmingu er að hún er tiltölulega ódýr fyrir heilbrigðiskerfið. 3600 kr fyrir sjúklinginn. Annars ef þær eiga engan pening, greiðir ríkið. Það er engum vísað á dyr. Svo ódýrt að enginn nískupúki í ættinni, nær eða fjær, sér nokkrar ástæðu til að kvarta.

Nafnlaus sagði...

Hvað er að því að eyða ófæddum börnum?

Þau ca 800 íslensku börn, sem árlega mæta móðurástinni fyrir tímann, geta þakkað umvefjandi kærleika móður fyrir að þurfa ekki ganga í gegnum lífið.

Guðmundur G. Þórarinsson verkfr, Sigurður A. Magnússon rithöf ofl fv nágrannar þeirra eiga engan rétt á lífinu, því þeir ólust upp í braggahverfi, gettói þeirra tíma, lög þeirra tíma leyfðu ekki fóstureyðingar af félagslegum ástæðum, svo þeir sluppu í gegn.

Hvernig væri að bjóða upp á síðbúnar fóstureyðingar þeirra, sem sluppu og búa enn ekki við kjör yfir fóstureyðinga mörkum?

Hægt væri að stofna dómstól, sem meti aðstæður, hvort síðbúin fóstureyðing sé vandamálalausn viðkomandi.

Nafnlaus sagði...

lesa allt bloggid, nokkud gott