Einstæður sex barna útburður
Hún var einkennileg fréttin í gær um konuna í Hafnarfirði sem átti að bera út. Trekk í trekk var hún titluð einstæð, sex barna móðir. Meðan staðreyndin var sú að hún bjó ein með fjórum börnum og átti tvö uppkomin að auki. Hún bjó í fimm herbergja íbúð sem hún átti að borga fyrir sextíuogeitthvað þúsund á mánuði. Tvö barna hennar eru fötluð.
Nú búum við ekki lengur svo vel að geta sent börnin hennar í Breiðavík en auðvitað á grípa í taumana í svona tilfellum. Manneskjan er augljóslega ófær um að ráða við eigið líf og hefur verið það lengi. Að dæla frá sér börnum án þess að geta veitt þeim viðunandi lífsskilyrði ætti að vera glæpur.
Konur sem eru ófærar um að sjá fyrir börnum sínum ættu að vera beittar stífu aðhaldi og í raun aðeins að vera meðhjálparar í uppeldi barnanna. Þær ættu einnig að vera skikkaðar í getnaðarvarnarsprautur meðan þær þiggja félagslega aðstoð.
Karlar í sömu stöðu ættu að fá sömu meðferð. Sáðrásaraðgerðir ættu að vera skylda þurfi menn aðstoð við að fæða og klæða börn sín. Menn sem ekki borga meðlag ættu að fá sömu meðferð. Þeir fengju að velja um langan fangelsisdóm eða *snipp*, *snipp*.
3 ummæli:
Þetta var svona hálfgert moggablogg.
Hafi fólk farið oftar en tvisvar sinnum í meðferð á tvímælalaust að gelda það. Sem sé, þriðju meðferð á að fylgja vönun. Algjör óþarfi er að hrúga upp félagslegum vandamálum.
Þvílíkur fasismi. Ég efast um að henni sé alvara.
Skrifa ummæli