15. júlí 2007

Þekkir þú þessa konu?

Í netheimum stendur nú yfir leit að konu, sem sendi giftum manni mynd af skuðinu á sér. Nafn hennar er ekki þekkt frekar en augn- og háraliturinn. Eina vísbendingin er þessi mynd (18+).

Kona mannsins skrifaði þetta bréf með myndinni:



Þessa píku fann ég í tölvu mannsins míns. Í received files nánar tiltekið. Fyrir þá sem ekki átta sig er received files mappan sem safnar skrám sem notandi tekur við í gegnum msn eða aðrar gerðir vefspjalls. Þið sjáið að tökudagsetning myndarinnar er merktur inn á hana. Tímasetninguna sá ég í tölvunni. Maðurinn minn tók á móti henni mjög seint aðfaranótt laugardags. Ég var farin að sofa. Hann var fúll út í mig fyrir að vilja ekki fara út að djamma. Sagði að giftir menn færu ekki án konunnar sinnar út að djamma. Við rifumst. Ég fór að sofa. Hann breiddi samt ofan á mig og kyssti mig góða nótt. Mér fannst leiðinlegt við hefðum rifist. En mér datt ekki í hug að hann myndi gera eitthvað svona ljótt. Við höfum rætt um það hvar mörkin liggja í okkar sambandi. Svona hegðun er utan þeirra. Hann vissi það.

Hann var enn fullur í tölvunni þegar ég vaknaði um morguninn. Ég sendi hann að sofa. Auðvitað fór ég í tölvuna að athuga hvað hann hefði verið að gera. Skoðaði history í vafranum, smelli á recent documents í startflipanum til að sjá hvað væri þar. Sá að hann hafði síðast skoðað þessa mynd sem heitir ekkiviðhæfi_047.

Mér er sama þótt maðurinn minn skoði klám. En að mynd merkt íslenskum titli, tekin þessa sömu nótt endi í received files möppunni þýðir bara eitt. Maðurinn minn hefur verið að klæmast við íslenska konu á internetinu og hún hefur verið að taka af sér klámmyndir og senda honum.

Hann segist ekki muna hver þetta er. Segir þetta hafi verið einhver af msn listanum hans. Ég fór fram á að fá að skoða hann. Sá að á msn listanum hans eru 160 konur með nöfn á borð við sexy eitthvað og sweetsally og svo framvegis. Hann segist ekki muna við hvern hann var að tala. Ég á erfitt með að trúa honum. Ég trúi honum ekki.

Ég hef áður verið í þessari stöðu. Þá lét ég mig hafa það að fyrirgefa. Síðasta sólarhring er ég búin að reyna og reyna að rifja það upp hvernig ég fór að því. Ég man það ekki. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Hvað á ég að gera? Afhverju ætti ég að trúa því hann sjái eftir þessu? Fyrirgefið ef framsetningin á þessum pælingum mínum er ruglingsleg. Mér finnst eins og allt sé ónýtt.


Elías, getur þú ekki hjálpað til við að varpa ljósi á málið?

36 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heldur þú virkilega að ég þekki öll sköp í bænum? :-)

Annars er hið eina sem ég get sagt um þessa mynd það að samkvæmt Exif gögnum í myndinni sjálfri virðist hún vera tekin á Sony DSC-P72 vél klukkan 00:43:34 þann 14. júlí síðastliðinn. Meira veit ég ekki.

Ágúst Borgþór sagði...

Hvar birti konan bréfið? (og hvers vegna?)

Nafnlaus sagði...

Hvenær hófst þessi meinta leit? Er þetta álíka mikill sannleikur og morðið á Lúkasi litla? Er þetta sá hluti Mengellunnar sem við áttum síst von á að sjá?

Mengella sagði...

Það vissi ég, Elías, að þú yrðir að gagni.

Ágúst, hún opnaði bloggsíðu sem mér sýnist að sé horfin núna.

Mengella sagði...

Aldous, allt sem ég skrifaði um Lúkas stendur eins og stafur bók. Heldurðu að ég hafi ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að ábendingin væri lygi?

Þú kannski bendir mér á, hvar ég sagði eitthvað sem ekki stenst.

Þetta er orðið að þráhyggju hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Finnst þér ekki vanta umræðu á Barnalandi um þetta píkumál?

Mengella sagði...

Mér finnst það reyndar. Enda allar settar í bann sem reyndu það í gær.

Nafnlaus sagði...

Maður á ekki að éta endalausan skít. Ég vona að þessi kona losi sig við manninn strax, hann ber enga virðingu fyrir henni eða hjónabandi þeirra.

Nafnlaus sagði...

"Aldous, allt sem ég skrifaði um Lúkas stendur eins og stafur bók. Heldurðu að ég hafi ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að ábendingin væri lygi?

Þú kannski bendir mér á, hvar ég sagði eitthvað sem ekki stenst.

Þetta er orðið að þráhyggju hjá þér."

Svar: Fréttir RÚV og Stöðvar 2.
Lúkas er á lífi.
Eitthvað sem ekki stenst?
Spurning.

Mengella sagði...

Og lestu nú Lúkasarpistilinn minn, sauðurinn þinn.

Nafnlaus sagði...

Þú gætir sagt konunni að gá hvort MSN forritið hans geymi logga af samtölunum hans einhvers staðar.

Nafnlaus sagði...

Með ánægju:
"...stjarfeygða ræfil á myndinni. Hann heitir Helgi Rafn og er iðjuleysingi úti á Seltjarnarnesi þar sem hann er áleifur foreldra sinna.

Helgi var ásamt hnakkrottum og pústpjökkum á Bíladögum á Akureyri og lagði þar ríflega sitt af mörkum við að dempa greindarfarið í Eyjafirði…

Helgi átti að hafa fundið hundinn og eignað sér hann. Troðið honum ofan í íþróttatösku og notað sem ýlfrandi sparkknött. Hann á ekki að hafa linnt látum fyrr en ræksnið var dautt eða dauðvona. Allt í beinni útsendingu fyrir eftirlitsmyndavélar."

Ertu stoltur af þessari lýsingu á piltinum? Finnst þér við hæfi að birta mynd af honum með þessum lýsingum? Þekkirðu hann persónulega? Er ekkert í þessum orðum sem þér finnst ofaukið eða ofmælt?

Mér finnst of oft byrjað á því að skjóta fyrst og spyrja síðan.

Aldous

Mengella sagði...

"Mér finnst of oft byrjað á því að skjóta fyrst og spyrja síðan."

Samanber þetta lélega upphlaup þitt. Þú agnúast út í lýsingu mína á ræflinum. Hún er rétt. Þetta er strákskratti, sem býr hjá foreldrum sínum og starfar við að sitja fyrir ölvuðum og fáklæddum stúlkum fyrir Pose.is. Ekkert í lýsingunni snerti hið meinta hundadráp.

Nafnlaus sagði...

Æ, já.
Svona er mannskepnan ófullkomin.
Hvernig gengur annars að finna píku í netheimum? Ég sé enga leit í gangi nema hérna.

Mengella sagði...

Ef þú finnur hvergi leit að píku í netheimum nema hér, þá ertu ekki sérlega vel að þér um netið.

Nafnlaus sagði...

Hér mun sannast hið fornkveðna að ein píkan er annarri lík. Sjá hvað Orðabók Háskólans hefur um málið að segja.

Nafnlaus sagði...

Bentu mér, fávísum netverja, á síður þar sem leit að þessari tilteknu píku þinni stendur yfir.
Ég myndi setja þefvísan sporhund í málið.

Nafnlaus sagði...

Og jú ég sé að í textanum er minnst á að leit að konu standi yfir. Myndin er hinsvegar af píku ásamt umbúðum.

Nafnlaus sagði...

Halló Ingólfur! Eigum við ekki að ganga frá þessu tennis máli á morgun?

Nafnlaus sagði...

þessi Aldous er nú meiri fávitinn, mér fannst Lúkasarpistill hjá Mengellu algjör snilld og lýsingin ekkert smá spaugileg, hehehe, gaman að þetta sé rifjað upp.

Nafnlaus sagði...

Mengella, veistu notendanafn og lykilorð á msninu hans ?Kv. villi

Nafnlaus sagði...

Nenni ekki í tennis, er að leita að konunni...

Nafnlaus sagði...

Auðleyst. "Skuðið" sást á hlaupum á sömu fjöllum og hundurinn og er jafn ómyrt af sama pilti og allir drulluðu yfir á dögunum án þess að vita neitt um neitt.

Nafnlaus sagði...

Hverju sem þessari leit skiptir þá spyr ég bara hvað er konan að gera að gramsa í vefrápara sögu þessa mans. Nýskoðuð skjöl og "loggum".
Án þessa að benda neinn við neitt þá gæti vel verið að ónefndur kvenmaður sem setur af stað þessa leit sé jafnvel ófullnægjandi í sínu sambandi. Með 'hausverk' í gríð og erg og jafnvel sjaldan til staðar. Það kann ekki að koma í veg fyrir að eginmaður hennar elski hana eða að ást hans á henni minnki en maðurinn kann að hafa þarfir og þarf hann að losa um þær með einum eða öðrum hætti. Vissulega þekkist það að eginmenn fái sér létt tos yfir nýjustu myndinni frá Private eða grípi til runkminnisins í sturtu og segist kona þessi fyrirgefa það. En það er í sjálfu sér jafn mikið framhjá hald og að klæmast við einhverja stúlku á netinu ef ekkert lyggur að baki. MSN gellena er alveg jafn gildur klámbrunnur og Playboy stúlkur.

Í stað þess að hundelta þennan kvenmann, sama í hvaða tilgangi sem það kann að vera þá ætti hún að vera þakklát. Þakklát fyrir það að hann sé ekki að halda framhjá henni líkamlega til að losa um mögulega spennu sem hann byggir upp. Enn fremur þakka fyrir það að hann beiti henni ekki 'heimilisnauðgun' eða 'Domestic rape' sem er því miður fyrirbæri sem þekkist þar sem eginmenn nauðga konum sínum.

Hórur á MSN eru bara klám.

Nafnlaus sagði...

Þetta er örugglega píkan á mömmu hundamorðingjans, það er eitthvað hnakkalegt við hana..

Valtýr/Elvis2

Nafnlaus sagði...

Hvaða væl er þetta??

Nafnlaus sagði...

Freyr. Konan semsagt hefur ekkert að gera með að skoða logga þegar maðurinn hennar rífst við hana og drekkur sig fullan og er enn fullur til átta um morguninn í tölvunni? Og á bara að vera fegin að hann nauðgi henni ekki til að fá fýsnum sínum framgengt? Ég vona þú sért ekki í sambandi ef þér finnst þetta lógískt.

Nafnlaus sagði...

Ég þekki þessa konu

Nafnlaus sagði...

Og hver er hún?

Nafnlaus sagði...

Þetta virðist vera hið ferskasta skaut....ætli leiðinlega eiginkonan sem fullnægir ekki manninum sínum sé ekki bara að leita að skuðinu fyrir sjálfa sig!!??

Nafnlaus sagði...

Þekki :/
Ertu með email?

konanhans sagði...

Þið sem haldið þið fram ég hafi ekki fulllnægt manninum mínum getið hoppað uppp í rassgatið á ykkur.

Nafnlaus: þú getur skrifað mér á postur_inn@hotmail.com, það er meilið sem hann notaði til að halda fram hjá mér. Viðeigandi að þú sendir á það viljir þú koma upplýsingum til mín. Myndi kunna að meta það. Ekki að það skipti máli úr þessu. Fíflið er ekki bara búinn að halda fram hjá mér heldur líka búinn að spila sig (og þar með okkur) í þrot í Háspennusölum þegar ég hélt hann væri í vinnunni.

Nafnlaus sagði...

nú ok... þá er ég ekkert að ómaka mig með því að senda.

Nafnlaus sagði...

Ok mér finnst samt lame af þér að fara að skoða hvað eiginmaðurinn þinn hefur verið að gera í tölvunni eða gerir hann það líka við þig og hnýsist þar en með þessa mynd kannski hefur hann verið bara að rugla í þessari kellingu á msn.

Bjarki sagði...

Hættu þessu væli. Má maðurinn ekki horfa á píkumynd afþví að hún er íslensk? hver er munurinn á því og að fara á bangbros.com? kallar þetta síðan framhjáhald? ég á bara ekki orð yfir þér að skoða hvað hann var að gera í tölvunni ef þú leifir honum að skoða klám. Ekki fór hann að hitta þessa konu. Og afhvejru í andskotanum ertu að leita að þessarri konu sem er á myndinni? má hún ekki senda myndir af sér? Get alveg lofað þér því að hún hafði ekki hudmynd um að maðurinn þinn væri giftur þér.

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þið eruð öll heimsk! Eða kannski eruð þið bara í afneitun? Ég trúi því ekki í eitt augnablik að ef makinn ykkar myndi drekka sig blindfullan/blindfulla og enn vera í tölvunni klukkan átta um morguninn að þið mynduð ekki vilja vita hvað hann/hún hefði verið að gera. Og ef þið fynduð svona mynd að þið mynduð ekki vilja vita eins og konan hans greinilega vill hversu langt framhjáhaldið hefði gengið. Vá hvað þið eruð mikil fífl ef þið eruð til í að loka bara augunum og ímynda ykkur að auðvitað hefði framhjáhaldið bara átt sér stað á netinu.

Og vá að ykkur finnist hún dóni að hafa viljað vita eftir svona nótt hvað hann hefði verið að gera? Hvaða hugmyndir hafið þið um hjónaband, að það snúist um að fólk hittist einu sinni í mánuði og drekki saman kaffi? Ó hvað ég vona að þið sem teljið þetta frekju lendið öll í einhverju svipuðu og fáið tækifæri til að sanna þessa lífsspeki ykkar í verki.

Ekki það ég sé hissa á því að lesa að maður sem hagi sér svona sjúklega við konuna sína sé líka spilafíkill.