14. júlí 2007

Bjargandi Íslandi

Ég hef verið tvístígandi í afstöðu minni gagnvart Saving Iceland. Að vissu leyti finnst mér aðdáunarvert þegar menn standa á sannfæringu sinni. En það er eitthvað við þessa haugskítugu, hamppúandi hippa, sem kemur í veg fyrir að ég geti haft samúð með þeim.

Ég er komin á þá skoðun, að um sé að ræða óheflaða lýðskrumara sem beita fávísum sakleysingjum fyrir vagna sína. Markmiðið er ekki að koma í veg fyrir eitt né neitt. Þetta snýst ekkert um heiðargæsir eða hagamýs. Þetta snýst um að valda óróa, að komast í fréttir. Fyrst og fremst um að komast í fréttir, til að réttlæta róttækan lífsstíl þurfalinga. Öllum brögðum er beitt. Og hvert tækifæri til að skapa ólgu er nýtt.

Aðilinn, sem fékk þá afkáralegu hugmynd, að fá hingað til lands hinn forheimskaða séra Billy, sem stóð og prédikaði gegn neyslu í Kringlunni, á ekkert betra skilið en að vera velt upp úr krydduðu feitmeti og þvínæst læstur inni í litlum klefa með hungruðum rottum. Þvílíkt skrum. Þvílík lágkúra. Þvílíkur amerískur óþverri. Séra Billy er versta fyrirtæki í heimi.


Geldklerkurinn Billy í ham.


Trúðslætin í dag enduðu með handtökum og látum. Hópnum tókst ekki að rölta niður í bæ. Það grátlega er, að einmitt þessi endalok voru það, sem hyskið vildi. Það vildi læti, það vildi píslarvætti og ólgu. Þetta snýst ekki um neitt annað. Það eina, sem sameinar þessar smásálir er löngunin til að leika fórnarlömb. Hinir sönnu hugsjónamenn standa ringlaðir í þvögunni og örvænta.

Það er nákvæmlega enginn munur á Saving Iceland og Sea Shepherd. Það eru sömu fíflin á vegum beggja, metnaðarlausir iðjuleysingjar, sem grípa þann auðvelda kost að rúnka sér á ólgandi og ofureinfölduðum málstað. Styrksjúgandi unglingaklíkur. Hugsjónirnar aukaatriði.

Skítapakk.

4 ummæli:

Oskar Petur sagði...

Úff..

Tíðni, þéttleiki og GÆÐI bloggs þessa benda til þess að Mengellan sé MenGELLUR.

Nafnlaus sagði...

Ég er frekar mótfallinn þessum stóriðjuframkvæmdum en mig langaði samt bara til að koma mér fyrir með teygjubyssu og poka af kúlulegum og meiða þessa dansandi sojahippa.

Valtýr/Elvis2

Nafnlaus sagði...

Ég er líka á móti stóriðju en gæti ekki hugsað mér að ganga í lið með þessum bjánum.

Einhvern veginn efast ég að fólk taki þau alvarlega.

Nafnlaus sagði...

Vel skrifaður pistill og augljóslega af miklu innsæi.
Það ekkert jafn aumkunnarvert og ástsjúkir unglingar sem fylkjast um hugsjónir sem þeir varla geta borið fram pappírslaust, til þess eins að komast á sleik við eigin marbletti.

The Meek Shall Inherit the Earth.
Yeah we want it all