27. júlí 2007

Skátar

Skátar hafa verið undarlega fyrirferðarmiklir í fréttum upp á síðkastið. Nú flykkjast þeir á eitthvað skátamót þar sem væntanlega verður gingangúllíað langt fram á nætur í kompaníi við andleg systkini hvaðanæva að. Í nýstraujuðum skyrtunum, með nýstöguð heiðursmerkin hnýta skátagreyin á sig klútana, sem eru órofa hluti af viðbúnaði hvers sanns skáta. Klútlaus skáti er eins og byssulaus soldáti. Með klútnum má safna vatni, binda um sár og kyrkja smávaxin rándýr, sem gera atlögu að lífi og limum skátanna. Og þvílík dýrð að sjá öll börnin trilla um í óaðfinnanlegum einkennisklæðnaði, hrópandi slagorð og heitandi liðsinni við guð og föðurlandið. Skátaskrúðganga á sólríkum degi getur orsakað ótímabært sáðlát hjá hvaða fasista sem er.

Það er virðingarvert að enn skuli finnast fólk, sem nennir að viðhalda þessum langdregna kynóra skápahommans Baden-Powels. Að enn skuli finnast fólk, sem ber virðingu fyrir þeim gildum, sem einkenna þá, er trúa á byrði hvíta mannsins. Og enn er arkað á erlenda velli. Nákvæmlega eins og B-P sjálfur, sem valhoppaði fremstur í sinni sveit til Afríku og gekk brosandi til þeirrar iðju að slátra Súlúnegrum.

Það vantar fólk í nútímasamfélagið, sem kann að hnýta fleiri en fimm hnúta, getur súrrað trönur saman og hefur gaman af að heita guði og Geir Haarde þjónustu sinni í stífpressuðum og vel gyrtum skyrtum. Skátar í dag eru af tvennu sauðahúsi, börn foreldra, sem hefðu á sínum tíma verið meðlimir í nasistaflokknum og félagslega vanfært fólk. Sú tíð er nefnilega löngu liðin að skátar séu öndvegissúlur mannlegrar hreysti. Deyjandi samtök opna fyrr eða síðar dyr sínar fyrir dreggjunum. Feitu og bólugröfnu unglingsstelpunum, sem biðu í röð eftir Harry Potter, og glereygðu guttunum, hverra einu kynni af kvenfólki er nærfataþjófnaður úr sameiginlegum þvottahúsum fjölbýlishúsa.

9 ummæli:

Mokki litli sagði...

Systir mín er skáti, en það er aðallega til að nýta sér þessar ódýru utanlandferðir.

Nafnlaus sagði...

gemmér fimm!

Nafnlaus sagði...

Mokki, hvort segir það meira um skátana eða systur þína?

Nafnlaus sagði...

Þegar ég var að vinna í erlendu bókadeildinni í Máli og Menningu fyrir 15 árum síðan þá fannst mér það soldið sérstakt að bókaforlagið sem gaf út Mein Kampf eftir Adolf Hitler á ensku gaf líka út ævisögu Baden-Powells, ég minnist þess ekki að þetta tiltekna bókaforlag hafi verið með neinar aðrar bækur á útgáfulistanum sínum.
Ég gluggaði eitthvað smávegis í Baden-Powell bókina og mér fannst hún frekar, tjah, pervertísk, þetta voru í minningunni eintómar lýsingar af hughrifunum sem Baden-Powell varð fyrir við það að horfa á litla drengi spígspora um í einkennisbúningum..

Valtýr/Elvis2

Nafnlaus sagði...

Þess má geta að Baden-Powell vísiteraði einhvern tímann Ísland, tja eða næstum því. Hann hélt eiginlega bara til í skipi sínu, sökum heiftarlegs niðurgangs. Það hlýtur að hafa verið óþægilegt, svona í stífpressuðu úníforminu.

Orri.

Nafnlaus sagði...

hahaha það er augljóst að þú ert ekki vel að þér í sögu "skáta" og veist ekkert um þeirra gildi. En samt alveg bráðskemmtilegt að lesa þína túlkun, þetta kallar maður skapandi skrif.

Nafnlaus sagði...

"Klútlaus skáti er eins og byssulaus soldáti. Með klútnum má safna vatni, binda um sár og kyrkja smávaxin rándýr, sem gera atlögu að lífi og limum skátanna."

ætli það sé þaðan sem pælingin með handklæðið í Hitchhiker's Guide sé komin?

They can be used for snaring birds whilst falling from a three-mile high marble statue.

They can be used to signal temporally unstable spaceships by fossilizing them in planetary strata.

They can be soaked in nutrients to provide sustenance in awkward situations (Although, as Zaphod Beeblebrox found, this is not a terribly tasty solution to hunger).

They can also do a really good job of drying between your toes.

Nafnlaus sagði...

..ég man þegar ég fór 9 ára með vini mínum, sem vildi endileg munstra mig í skátana.

Ég átti að hljóta heilmikla vegsemd og verða "ylfingur".

Þegar kom að sjálfri innvígslunni bar mér að endurtaka eftir foringjanum, sem var bróderaður í borðum og heiðursmerkjum:

"Akela, við viljum breyta sem best!"

Ég var þá þegar búinn að lesa Kipling og vissi að Akela var bara úlfynjan sem fóstraði Móglí.

Ég þagði og hef ævinlega sett allnokkra fyrirvara við skátastarf, þrátt fyrir ágæti hnútanna.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu Gimbi, kannski var skátaforinginn að ákalla Acala, það myndi útskýra þetta með hnútana..

http://en.wikipedia.org/wiki/Acala

Valtýr/Elvis2