18. júlí 2007

Vísindi og fréttir


Á langri sögu opinberunar á fávísi fréttamanna þegar kemur að vísindum held ég að þessi frétt úr Mogganum í dag skapi nýjan standard í heiladauðri og ruglkenndri fréttamennsku. Fyrri hluti fréttarinnar er ofur skýr og kemur alls ekki á óvart. Tíðni húðkrabbameina eykst langmest hjá ríkasta hluta heimsbyggðarinnar, enda rándýrt að útvega sér næga rafsegulgeislun til að fá krabbann. En kommon:

Raunar eru líkurnar á því að sjúklingar lifi sjúkdóminn af ríflega 100%

6 ummæli:

Unknown sagði...

geisp

Nafnlaus sagði...

Sjá athugasemdir mínar við http://elias.blog.is/blog/athugasemdir/entry/264880/

Nafnlaus sagði...

En ég skal glaður endurtaka þær hér:

Stutt leit að "skin cancer" á Wikipedia sýndi að til eru a.m.k. sex tegundir af húðkrabba:

* Basal cell carcinoma
* Squamous cell carcinoma
* Melanoma
* Dermatofibrosarcoma protuberans
* Merkel cell carcinoma
* Kaposi's sarcoma

Af þeim er t.d. melanoma yfirleitt banvæn.

Upphafleg grein í JyllandsPosten segir m.a. þetta:

Statistikken viser, at den relative overlevelse er over 100 pct.. Det vil sige, at dem, der får konstateret hudkræft, i gennemsnit lever lidt længere end dem, der ikke får sygdommen.

Hér útskýrast þessi "rúmlega 100%" með "den relative overlevelse". Einnig er þessum lykiltexta sleppt:

"Modermærkekræft sidder også i huden, og det er en alvorlig kræftsygdom, som hænger nært sammen med sollys. Men vi skal også advare mod almindelig hudkræft, da det bl.a. kan give grimme ar, når man bortopererer hudkræftformer i ansigtet," siger han.

"Modermærkekræft" þýðir þarna sennilega melanoma ("fæðingarblettakrabbamein").

Og svo er spurningin með hvað þetta þýðir: þýðir þetta að þeir sem fá húðkrabba lifa lengur eftir að þeir fengu húðkrabba en þeir sem fengu ekki húðkrabba lifðu eftir að þeir fengu ekki húðkrabba?

Er ekki málið bara það að þeir sem verða mjög langlífir fá að lokum húðkrabba? T.d. fékk afi minn (sem nú er 97 ára og enn í fullu fjöri) húðkrabba í hitteðfyrra. Hann var skorinn burt (húðkrabbinn en ekki afi) og var víst ekki mjög illkynja.

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég sé búinn að fatta hver þú ert.

Þú ert Stella Blómkvist.

Nafnlaus sagði...

Stella blómkvist samasem Súsanna Svavars samasem mengalla? Ég vildi óska þess að það stæðist, ég hata óráðnar gátur

Dagur Bergsson sagði...

Ég hélt fyrst að þetta væri grín. Var þetta í alvöru í Mogganum? Vá. Díses kræst. Ef það er einhver svona fylgni milli húðkrabba og langlífi þá er það væntanlega bara það að af einhverjum ástæðum er húðkrabbi algengari á Vesturlöndum, þar sem fólk lifir einmitt lengur sökum meiri lífsgæða (og það hefur sannarlega ekkert með húðkrabba að gera). Djöfull er þetta heimskulegur og skemmandi fréttaflutningur.