19. júlí 2007

Klæmax




Síðustu bókarinnar um Harry Potter og félaga er beðið með óþreyju enda stutt í útgáfu hennar. Harðkjarna Potter aðdáendur skiptast í tvo hópa. Þann ofvirka með athyglisbrestinn, sem búinn er að sækja bókina á torrent fyrir nokkru og lesa alla spoilera sem komandi er yfir, og hinn, sem býr við sjálfskipaða einangrun þessa dagana af ótta við að spilla fyrir sér lestrinum.

Nú er komið í ljós, að 0,01% af upplagi bókarinnar í Bandaríkjunum var selt fyrir tímann. Munaði þar mestu um ótímabæra sölubyrjun vefsölunnar Deep Discounts. Blaðamenn The New York Times rákust svo á bókina á flandri sínu um götur borgarinnar og hafa þegar ritrýnt hana. Þar má lesa fullt af leyndarmálum, sem reynt hefur verið að vernda betur en nokkur önnur í sögu bókaútgáfu í heiminum.

Umræðurnar um bókina eru orðnar kostulegar víðsvegar um netið. Sum netsamfélög lifa í stöðugum ótta við að einhver leysi frá skjóðunni önnur henda gaman að þessu öllu saman. Þannig má lesa eftirfarandi spoiler á einum skemmtilegum spjallvef:

Malcophast Thimblewhistle totally stole the Grimblethisp from Bephaseus Nipplefist. Then he used it to summon a Porcupast with an Ejaculabatorus hex. Professor Tainty McSyphillwax died when he showed them his Spatulus.

Like no one saw that coming.


Og einn ætlar ekki að missa af skemmtilegri opnun, þrátt fyrir að hafa krækt sér snemma í bókina:

I'm doing something spectacular come Friday night.

Not to let on to what I'm planning too much, but it involves an expensive projector, a midnight book launch and some important spoilers.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég stundaði niðurhal á þessari ágætu bók. Hafði ekki augun né nennu í að lesa hana af skjánum svo ég sendi prentaranum mínum beiðni um að skrifa hana á A4 bréfasnið. Þegar blekið hafði tekið sig eftir útskriftina hóf ég lesturinn. Komst ég fljótlega að því að bók þessi er jafn leiðinleg á prenti sem og á skjá. Gott var þó að ég hafi komið henni á pappír því þá gat ég brennt þetta drasl. Verra hefði verið að brenna tölvuna mína.

Ágætis brenna samt sem áður þar sem hún svo langt yfir þarfar lengd fyrir innihaldið.

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvort það er blessing eða bölvun að ég hafi aldrei almennilega komist inn í þennan Harry Pothead.

Einar Steinn sagði...

Ég hef gaman að bókunum og hef lesið þær allar. Fannst The Prisoner of Azkaban og The Goblet of Fire bestar. Ég klæði mig hins vegar ekki upp í Hogwarts-búning eða nenni að bíða í röð í 28 tíma.
Aftur á móti reyni ég að forðast allar getgátur fólks og vísbendingar um síðustu bókina. Ég vil einfaldlega fá að lesa bókina sjálfur í friði.