Ef ég sé með hattinn reyni ég pottþétt að ljúga!
Afsökunarbeiðni Reynis Traustasonar er verri en afsögn. Hún er óeinlæg og sneiðir hjá kjarna málsins. Allt er þegar þrennt er. Ef hann gerir ekki yfirbót í dag á hann að segja af sér. Hann hefur ekki axlað ábyrgð.
Í því sambandi er fróðlegt að kasta fram stöndurdum Reynis frá því þegar hann barðist gegn lygum og spillingu í stað þess að taka þátt. Hann lét taka við sig sigurvegaraviðtal þegar hann hafði fellt Árna Johnsen af stalli. Hér er viðtalið:
Hér má sjá að hattlaus Reynir Traustason er umtalsvert merkilegri pappír en hinn. Það er kannski ekki skrítið þótt menn, sem þora ekki að gangast við eigin öldrun, hyskist á að gangast við alvöru brestum í eigin fari.
Hér er texti viðtalsins. Ég dekki áhugaverða staði:
„Ég hef mjog mikla samúð með Árna" sagði Reynir. „Það getur enginn glaðst yfir svona örlögum. En það er komið á daginn að hann stal og laug. Árni hefur axlað sína ábyrgð og sagt af sér. Megi honum farnast vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með þá íslensku fjólmiðla sem tóku upp málið og kláruðu það."
Almenningur tók að sér eftirlitshlutverkið
Reynir Traustason á DV hóf skrif um mál Árna Johnsen og átti einnig fréttina sem leiddi til afsagnar þingmannsins.
„Okkur tókst að upplýsa málið og klára það," segir Reynir Traustason, ritstjórnarfulltrúi DV og höfundur fyrstu fréttarinnar um mál Árna Johnsen og viðskipti hans í BYKO og einnig fréttarinnar, sem upplýsti hvar tjarnardúkinn dularfulla væri að finna. Tveimur tímum eftir að DV hringdi í Árna í gærmorgun og sagðist hafa hrakið sögu hans sagði þingmaðurinnn af sér.
„Þegar svona spilling á í hlut ber að uppræta hana. Ég hefði kosið á fyrstu stigum að þetta væri eintómur misskilningur, sölumennirnir í BYKO hefðu misskilið Árna og allt væri þetta brengluð mynd af atburðarásinni," sagði Reynir.
Reynir sagði að starfsmennirnir á gólfinu í BYKO væru hetjurnar í málinu, það hefði aldrei upplýst nema af því að þeim ofbauð framferði þingmannsins. Hins vegar varð hann fyrir vonbrigðum með framferði millistjórnenda BYKO, sem reyndu að hylma yfir með Árna í nokkra daga, áður en forstjóri fyrirtækisins tók af skarið og sagði allt af létta með úttektir þingmannsins í nafni Þjóðleikhússins. „Menn voru mikið að tala um trúnað við viðskiptavin sinn og ég veit til þess að það var rætt á þeim nótum við mennina á gólfinu, sem voru að hjálpa okkur að upplýsa málið. En það átti ekki að halda trúnað við þann sem var að greiða reikninginn, heldur við þann sem var að reyna að stela."
Reynir segir að fyrsta fréttin hafi verið marga daga í vinnslu og hún hafi ekki verið birt fyrr en fyrir lágu gögn, sem staðfestu frásagnir fjölmargra vitna. Auk sín hafi margir blaðamenn DV unnið að málinu í framhaldi af fyrstu frétt og allir lagst á árarnar með það að leiðartjósi að upplýsa um sannleikann og taka ekki mark á sógusögnum. „Við leyfðum okkur ekki neitt slúður í neinu formi um málið enda var maðurinn Árni Johnsen undir í málinu. Það var eins með „stóra dúkamálið". Við héldum okkur frá því í upphafi þangað til við gátum sagt nákvæmlega frá því hvað gerðist."
Hann segist telja að Árnamálið muni hafa varanleg áhrif.
„Það var almenningur sem tók að sér eftirlitshlutverkið; fyrst almennir starfsmenn BYKO og svo starfsmenn Vöruflutningamiðstöðvarinnar og Svansprents í dúkamálinu. Ég held að þetta muni breyta því að siðferðismælikvarðinn verði allt annar en áður. Nú eru menn á vaktinni um allan bæ hvað varðar spillingarmál."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli