18. desember 2008

Snjóboltinn vefur upp á sig

Það er komið í ljós að herra Tussufrussk er í raun ekki Guðjón Heiðar Valgarðsson. Frussukuskarinn talar að vísu um Guðjón í fyrstu persónu en er engu að síður allt annar karakter. Og sá karakter er, eins og áður er komið fram, illa heimskur.

Hann kastaði snjóboltanum því hann sá þar glufu til að skapa ódauðlegt slappstikk. Og það veit Tútti að það er erfitt að horfa á svoleiðis augnablik koma og fara án þess að hræra legg eða lið.

Atvikið var sumsé svona:

Hr. Tussukusk: „Hey, það er einhver að koma. Það er helvítið hann Björgólfur. Komið krakkar ... Jón Ásgeir?“
Jón Ásgeir: „...svo vil ég ekki hafa það að stjörnuspáin mín sé svona neikvæð. Reka þann sem ... Ooo, eru þessi gerpi mætt.“
Hr. Tussukusk: „Jón, ég þarf að tala við þig. Ég ér með spurningu handa þér.“
Jón Ásgeir (hvíslandi): „Hringið í blöðin og bannið þeim að koma.“ (Hærra) „Sorrí, vinur. Er að flýta mér.“
Hr. Tussukusk: „Ekkert svona góði. Varst það þú sem ritskoðaðir fréttina hans Nonna?“
Jón Ásgeir: „Nonna?“
Hr. Tussukusk: „Láttu ekki eins og þú vitir það ekki. Þessi Nonni“ (Bendir)
Jón Ásgeir: „Meinarðu Kristian Guttesen?“
Hr. Tussukusk: „Segðu satt, þú ritskoðaðir hann.“
Jón Ásgeir: „Ég má ekki vera að þessu.“ (Við fylgdarliðið) „Hver er með lyklana að reinsinum?
Hr. tussukusk: „Ritskoðaðir þú hann?“
(Þögn)

Og hér kviknaði hugmyndin. Einlínungur ævinnar dansaði trylltan dans fyrir hugskotssjónum Hr. Tussukusks. En hann þurfti að henda einhverju. Grímunni? Nei, það rýfur samstöðuna. Vettlingnum. Nei, það er svo kalt úti. Svo mikill snjór. Hmmm... Snjór. Frussutuskandi hlussukuskaður snjór. Auðvitað!

Og Hr. Tussukusk reif upp lúku af storknuðu dívetnisoxíði og öskraði „RITSKOÐAÐU ÞETTA!“

SPLATT!

Það ríkti dauðaþögn. Haftið var rofið. Hr. Tussukusk hafði troðið þrútnum belli sínum gegnum meyjarhaft alræðisríkisins.

Hr. Tussukusk kímdi og byrjaði að flissa. Verst var að litlar líkur voru til að þessi ódauðlega hnyttni kæmi í blöðunum. Auðvaldsblöðunum. Hann var enn að hugleiða hvernig hann gæti kunngert heimsbyggðinni snilli sína þegar skæðadrífan stóð yfir Jón Ásgeir. Andlitslausi herinn hafði fylgt foringja sínum. Snjóslagur!

Hr. Tussukusk settist við tölvuna og bloggaði. Hann átti erfitt með að hitta stafina því fingur hans titruðu við hláturskjökrið.

Hann sofnaði sælum svefni.

Það var Guðjón Heiðar Valgarðsson sem vaknaði í rúmi herra Tussukusks morguninn eftir. Hann kíkti á bloggið sitt og hugsaði: Yfir hundrað pjásur í pjásukerfinu mínu?!

Fokk! Hvað var ég að gera núna?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHA!!! Ég á erfitt með að hitta stafina á lyklaborðinu vegna hláturs! Alveg mögnuð færsla.