10. desember 2008

Lausnin

Lausnin ætlar að láta á sér standa. Össur taðreykur, Óminnis-Björgvin og Höfuðlausnar-Imba líta á það sem sitt hlutverk að gæta þess að ekki sullist upp úr kjötkötlunum meðan þeir eru fluttir á nýjar hlóðir. Ágangur skrílsins er enda orðinn þvílíkur að olnbogi a röngum stað gæti hvolft heilum katli og þar með gert öll sílspikuðu og mauksoðnu hnakkastykkin að ólystugu gumsi.

Rafbyssu-Björn, Árni aur og Gufu-Geir rembast hvað þeir geta við að tendra eld í nýjum hlóðum. En raki er hlaupinn í eldiviðinn og þeir freistast til að nota logandi drumba úr gömlum eldstæðum. Sem munu halda áfram að hita katlana sem hingað til - og eignast með því innvolsið.

Nema hvað. Í öllu havaríinu er leitað að hlutlausum eldhúsum. En í ljós hefur komið að sá sem á eldhús a er sonur þess sem á eldhús b sem um leið er mágur eiganda eldhúss c sem spilar golf með eldabuskunni í d sem, o.s.frv. o.s.frv.

Það þýðir ekki að leita að lausnara af holdi og blóði. Þótt það sé desember.

Lausn vandans í dag er ekki svar við hver-spurningu. Spurningin byrjar á hvað.

Setja þarf regluverk, siðareglur, starfslýsingu. Heimspekingurinn ráðherrann hýtur að fara að átta sig á því. Nú vantar lýsingu á endursköpun íslenskra fjármála sem allir þurfa síðan að fylgja. Sé henni ekki fylgt þarf það að vera refsivert.

Lýsingin inniheldur siðaramma sem fylgja ber auk þess að kveða á um lágmarksábyrgð út frá hagsmunum þjóðrinnar.

Það verður bannað að taka ákvarðanir sem hygla óeðlilega hagsmunum djöflamerganna sem komu okkur í kúkinn. Það verður bannað að hygla ættingjum. Það verður bannað að níðast á fjölskyldum og smáfyrirtækjum. Halda skal upp atvinnu með öllum þeim leiðum sem ekki stangast á við augljósar siðferðiskröfur. Greina skal á milli feigs og ófeigs. Setja skilyrði um hollustuvernd í eldhúsi áður en kjötketillinn er borinn inn.

Það skiptis svo ekki máli hver kemur að ákvörðun. Hvort það er Birna djúpúðga sem meira að segja græðir milljara við það eitt að fokka upp ásetningi sínum eða Bogi barnsínsgæla,

Þeir sem vinna gegn hagsmunum heildarinnar geta í dag rökstutt það með því að það viti hvort eð er enginn hvað sé best að gera,

Engin ummæli: