18. desember 2008

Niðurstaða úr könnunum.

Það má segja að þær þrjár kannanir sem ég setti inn hér á dögunum hafi reynst heldur þungar í skauti.

Fyrst var það fortíð bloggaranna.

Meðalhlutfall réttra svara við þeirri könnun er 47% eftir að 110 hafa tekið þátt.

Svörin eru þessi:

Sigurður Þór Guðjónsson kvartaði undan hávaða í miðbænum, Lára Hanna Einarsdóttir var í framboði með Vilmundi Gylfasyni skömmu áður en hann hengdi sig, Matthías Ásgeirsson fermdist í Garðabæ, Egill Helgason þýddi ljóðið, „Allra verða von“ er yfirskrift bloggs Nimbusar, Ágúst Borgþór gaf út Síðasta bílinn, Ói Sindri og - Gneisti eiga afa frá sama bæ í Svarfaðardal, Nanna Rögnvalds þýddi Kvennafræðarann.

Þá var það fortíð ráðherranna.

Meðalhlutfall réttra svara var 45% eftir þátttöku 93.

Svörin voru:

Haarde bar vitni í morðmáli Ásgeirs Ingólfssonar fréttamanns, elst í ríkisstjórn er Jóhanna Sigurðar., Þorgerður Katrín var handboltadómari, það var Sjálfstæðisflokkurinn sem Imba var að reyna að sigra, Guðlaugi Þór þótti sjálfsagt að fara að vilja fólksins og taka þátt í Eurovision, Þórunn Sveinbjarnar. söng í kór, Kristján Möller hafði einkaumboð fyrir allskyns spil, bróðir Haarde var nasisti.

Loks var það getraunin um hvort tilvitanir væru frá 1930 - 1940 eða nýjar.

Hana tóku 42 með 60% réttu svarhlutfalli. Hún var það létt að ég stillti falleinkunn við 70% en 50% í hinum tveimur.

Svörin eru þessi:


„Ég held að aldrei hafi komið víðtækari og þungbærari kreppa í heiminum en sú sem nú stendur yfir. Áhrifa hennar hefur gætt um allan heim. Þessi kreppa er ekki ein þeirra, sem koma á nokkurra ára eða áratuga fresti.“

1930-1940.


„En hvar eru þeir þá, þessir öreigar? Eru þeir nokkuð annað og meira en fornaldarskrímsli, úrelt þjóðfélagsstétt sem á hvergi heima nema í sögubókum og áróðursritum veruleikafirrtra vinstripésa? Svarið er að þeir leynast víðar en maður hyggur. Í fyrsta lagi í fjarlægum löndum: þar eru hinar vinnandi hendur sem sauma fötin og skóna og setja saman vélarnar og raftækin við færibönd.“

Er ný (Af Smugunni)


„Þeir skapa atvinnuleysi — meira atvinnuleysi en var. Og hvers vegna? Vegna þess að þeir sjá ekki út yfir hagsmuni fárra einstaklinga sem vilja að allar byrðar kreppunnar komi yfir á bak hinna vinnandi stétta með atvinnuleysi.“
Hvenær var þetta skrifað?

1930 - 1940

„Spilling þýðir að óeðlilegar forsendur liggja til grundvallar ákvörðunum og viðskiptum. Þingmaður eða ráðherra sem skuldar háar fjárhæðir í bönkunum er spilltur þegar kemur á ákvörðunum er varða umrædda banka.“

Er ný (E-ð Moggablogg)

„Kreppan er engan veginn eins og vindurinn, sem enginn veit hvaðan kemur og hvert fer. Hún er einn þátturinn í viðskiptalífi þjóðanna, og þessi þáttur hefur verið rannsakaður ofan í kjölinn.“

1930 - 1940


„Ástæðan fyrir núverandi fjármálaástandi er alls ekkert flókið mál og því óþarfi að þylja flóknar "þeoríur" og hugdettur. Málið er einfaldlega úrelt öfgafull auðvaldsdellan, "kapítalisminn," sem sumir menn taka sem heilagan átrúnað án þess jafnvel að skilja eðli hans og reynsluna af honum í fjölda liðnar aldir.“

Er ný. (af síðu Ögmundar Jónassonar)


„[Forsætisráðherra ] vildi lítið úr þessu gera. Þó kreppa hefði byrjað [...] í Bandaríkjunum, þyrfti hún ekki að koma hingað.“

1930 - 1940


„Vaxandi kröfur almennings um lífsþægindi, munað o. fl., hafa átt sinn þátt í þessu. Góðæri undanfarinna ára ýtti undir þessar breytingar, sem að sumu leyti voru eðlilegar. Greiður aðgangur að lánsfé, og þá. sérstaklega [...] , gerði fólki kleift að lifa um efni fram, og safna eyðsluskuldum, jafnvel ár frá ári.“
Hvenær var þetta skrifað?

1930 - 1940 (Um bændur í upphaflegu samhengi)


„Heimskreppan sem nú er skollin á mun hafa í för með sér gífurlegar og sársaukafullar afleiðingar um víða veröld. Vaxandi félagsleg átök blasa við en mestu skiptir að komið verði í veg fyrir ragnarök [...]stríðs. Kapítalisminn hefur beðið hnekki sem erfitt mun reynast að plástra yfir. “

Er ný. (Hjörleifur Guttormsson)

Engin ummæli: