20. desember 2008

Nöðrur og brjóst

Ég hefi dálítið velt fyrir mér þeirri stöðu að nöðrurnar hefðu verið hreinsaðar út úr bankakerfinu á einu bretti eins og krafa var um.

Líklegasta niðurstaðan:

Nöðrurnar hefðu lent handan borðs. Átt enga hagsmuni aðra en sína eigin.

Á móti þeim sæti fólk með hreinar sálir en enga reynslu.

Nöðrurnar hefðu stofnað með sér félag og rúllað öllu upp.

Máske að það sé hvorteðer í gangi.

En örlítið sýnishorn höfum við þó í því að Kaupþingsmenn selja nú þjónustu fólki sem vill halda eftir eignum bankans.

Engin ummæli: