Gaukar og glæframenn
Ég auglýsi eftir því að einhver atvinnulaus rannsóknarblaðamaður eða önnur góð sál noti árið 2009 til að skrifa bók um gauka og glæframenn. Það er heill hópur íslenskra karlmanna sem hefur stundað það áratugum saman að ginna fólk til fylgilags við „nýjungar“ sem oftar en ekki eru hreinir fjárglæfrar.
Einhvernveginn skríða þessir menn alltaf fram úr tréverkinu seinna og fullyrða að tímarnir hafi einfaldlega ekki fylgt þeim.
Listinn er langur.
Slík bók hefði ennfremur mikið forvarnargildi.
Hvað segir Illugi?
1 ummæli:
Ég legg til að Ármann Reynisson taki okkur öll í einkakennslu.
Skrifa ummæli