Nýjar jólabækur ókeypis – í takmarkaðan tíma
Upp á síðkastið hafa unglingar stundað það að stela efni af ftp-þjónum íslenskra stórfyrirtækja. Um nokkra hríð hafa prentsmiðjur geymt jólabækurnar aðgengilegar á ftp.oddi.is og Ísafoldarprentsmiðjan stóð líka opin. Þeim hefur nú verið læst en ftp-þjónn Rúv (ftp.ruv.is) stendur enn galopinn og virðist hver sem er geta sótt þangað hvað sem hann vill og, það sem meira er, jafnvel hlaðið þangað inn því efni sem viðkomandi hefur áhuga á.
Uppfært (12:16): Rúv hefur nú lokað sínum þjóni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli