11. desember 2008

Ráðherra.com

Það er fróðlegt að skoða hvað kemur upp ef maður slær inn upphafsstafi ráðherranna okkar í vafra. Vafrinn rýkur sjálfkrafa á viðeigandi dottkomm-síðu. Það er merkilegt hverjir hafa kosið upphafsstafi ráðherranna að léni.

Árni M. Mathiesen (AMM) kallar fram heimasíðu Málmmarkaðs BNA (American Metal Market). Það fyrsta sem blasir við: stór mynd af brostnu gulleggi.



Björgvin G. Sigurðarson (BGS) kallar fram heimasíðu viðskiptalögfræðinganna, Barna, Guzy og Steffens.



Björn Bjarnason (BB) kallar fram vef um netbækur. Sem við betri skoðun reynist vera gríma fyrir innantóma, allsherjar sölumennsku.



Einar K. Guðfinnsson (EKG) kallar fram hið hógværa apparat Einstein Komputer Group. Tákn hennar er hjartalínurit. Að öllu öðru leyti er síðan dauð.



Þegar Geir H. Haarde (GHH) ríður á vaðið kemur upp einkennileg síða. Einhevrskonar safnhaugur fyrir vanrækt áhugamál. Áhugamálin eru háþróuð bréfskutlugerð, sólúr, sjálfsvörn og ofdekraðir kettir. Tekið er fram að síðan er svotil aldrei uppfærð og tákn hennar er kögullóarvefur.



Guðlaugur Þór Þórðarson (GTHTH) kallar fram villu. Það sést hvorki af honum tangur né tetur.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (ISG) kallar fram þessar upplýsingar:



Jóhanna Sigurðardóttir (JS) kallar fram pakístanska fjárfestasíðu.



Kristján L. Möller (KLM). Samgönguráðherrann kallar fram flugfélag,



Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (THKG) kallar fram einfalda spurningu:



Þórunn Sveinbjarnardóttir (THS) er leitandi:



og

Össur Skarphéðinsson (OS), iðnaðarráðherra, kallar fram Tæknitíðindi.

Engin ummæli: