20. desember 2008

Verðlaun

Það er rétt hjá Hildi (og raunar Kjartani líka) að þingkonan er Ásta Möller með augu Katrínar Jak, nef Valgerðar og munn Kollu.

Ég lofaði verðlaunum. Og það veglegum.

Fokk!

En ég hef ákveðið að sigurvegararnir tveir fái að fjarstýra Mengellu. Þau mega velja hvern þann vettvang (sem ekki krefst óheyrilegs aðgangseyris) sem þau kjósa og síðan þarf ég að gera grein fyrir upplifun minni. Skiptir þá engu hvort þau kjósa að senda mig á AA-fund, samkomu hjá Krossinum eða í Bingó í Tónabæ.

Ég þarf að mæta. Lifa. Skrifa.

Talandi um að leggja fallbyssuhlaup upp að enninu.

Einu takmarkanir eru að tímarammi þarf að vera sveigjanlegur og kostnaður í lágmarki.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sendið Mengellu á samkomu hjá Krossinum, plís, plís! Eða á AA fund.

Nafnlaus sagði...

Eða senda hana bara í meðferð?

Hildur Lilliendahl sagði...

Má bara einu sinni? Ég þarf að melta þetta. Telst með að bjóða henni heim á gamlárskvöld? Annars eru tólfsporafundir hvers konar afar freistandi.

Kjartan Hallur sagði...

Takk fyrir verðlaunin. Á heimasíðu Femínistafélagsins eru reglulega kynntar samkomur sem kallaðar eru hitt.

Mér sýnist sem þeir séu haldnir mánaðarlega. Ég mundi vilja senda Mengelluna á einn slíkan eftir áramót. Væntanlega verður Janúarhitt kynnt innan tíðar. Henti sá tími ekki má reyna Febrúarhitt o.s.frv.