16. desember 2008

Móab er mundlaug mín

Það sem eftir lifir dags ætla ég bara að skrifa um homma.

Ég hef verið að lesa Móab er mundlaug mín, sjálfsævisögu Stephen Fry. Þar segir hann frá fyrstu tuttugu árum ævi sinnar.

Hann segir meðal annars frá því hvernig sumir af eldri strákunum í heimavistarskólanum þóttust vera sofandi þegar yngri strákarnir komu til að vekja þá. Það var hörð refsing við því að vekja ekki alla – og sumir strákanna harðneituðu að vakna fyrr en þeim væri rúnkað í gang.

Er nema von að það hvarfli að manni að einhver tilfelli samkynhneigðar komi til af brengluðu uppeldi.

Engin ummæli: