Sólin og kýrhausinn
Blóðugasta öld mannkyns er að baki. Það er heldur æskilegt að sú, sem er nýbyrjuð, þróist ekki í sömu átt. Fyrir því er samt engin trygging.
Af einhverjum ástæðum er engin mannkynssaga kennd í grunnskóla. Það er lýsandi fyrir metnaðar- og skilningsleysi. Það er líka sáralítil söguleg dýpt í hversdagslegri umræðu.
Vitrir menn hafa ætíð hrópað á torgum varnaðarorð til komandi kynslóða. Aðeins fáeinir vilja hlusta. Sá sem ekki hlustar heyrir ekkert fyrr en hann fer að leita. Það er oft of seint.
það má líta á kreppuna sem æfingarpróf fyrir alvöru hörmungar. Ég hef grun um að einkunnin sé ekki há.
Orðræðan er furðu lík þeirri sem átti sér stað fyrir tæpum 80 árum. Rökin eru þau sömu og orðbragðið keimlíkt. Umræðuefnin eru jafnvel svipuð og – það sem mest er um vert – lausnirnar og skýringarnar ekkert betri nú en þá. Og munum að þeir tóku til við blóðbað um leið og færi gafst.
Ekki taka mín orð trúanleg. Takið sjálf þessa könnun og sjáið, hversu vel ykkur gengur að greina á milli splúnkunýrrar og eldgamallar orðræðu. (Eina breyting mín er að fela einstaka giveaway og samræma oggulítið orðfærið.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli