15. desember 2008

Já, þið eruð að bregðast okkur, Jón Bjarki.

Ef þessi hálfvolga atvinnuauglýsing fyrir Sigurjón, sem „áhrifamenn“ sáu ástæðu til að stöðva, var það sem DV kallaði hið nýja aðhald og óvægna fréttamennsku – þá má segja að DV hafi brugðist algjörlega. Það var ekkert bit í fréttinni. Engar erfiðar spurningar. Engin fordæming, engar ályktanir. Ekki neitt nema sjálfhygli gamla bankastjórans, sem þó reyndi að vera hógvær.

Það er ekki svona moðgrautur sem við þurfum á að halda. Við þurfum reyndar ekki á fáránlegum ritstjórnartilburðum að halda heldur. Fréttamenn þurfa að spyrja miklu, miklu erfiðari spurninga. Og hætta að krafsa í forina og verða hofmóðugir í hvert skipti sem þeir finna stein. Ef þeir grafa dýpra finna þeir fjöldagröf.

Engin ummæli: