22. desember 2008

Hryðjuverkin í Bónus

Það er á morgun sem nornin og fylgilið ætla að herja á Bónus. Fullt, fullt af kerlingum langar að fara í búðirnar og spilla jólaversluninni til að skemma jólin fyrir feðgunum.

Á sama tíma heldur Stjörnusleikir jólasveinn áfram herferð sinni gegn DV. Nú með því að ganga í fríðan hóp nafnleysingja og senda auglýsendum í DV hótunarbréf.

Nokkrir lofuðu að hætta að auglýsa í DV. Ég þori að veðja að þeir héldu að það væri nornin en ekki Stjörnusleikir sem sendi þeim hótunarbréfið.

Í fyrsta skipti upplifir sveinninn áhrifamátt. Og það í krafti nafnleysis.

Svo var flett ofan af honum.

Lengi lifi nafnleysið.

Eftir jól hef ég hugsað mér að taka upp róttæka stjórnarandstöðu. Og linna henni ekki fyrr en tvennt af þrennu gerist: ríkisstjórnin boðar kosningar sem ekki gegna því hlutverki að breyta stjórnarskrá, ríkisstjórn sýnir fram á að hún hafi tök á ástandinu, tekið verður af krafti á spillingarliðinu.

Ég er komin með nóg af moðsuðu.

En ef ég fer í Bónus á morgun verður það bara til að sjá einhverja sítrónusmettis barnalandskonuna ríghalda í innkaupakerri og hunsa öryggisvörð sem vísar henni út. Það væri bíó.

Engin ummæli: