14. desember 2008

Lýðhollusta Imbu


Almennt hlýtur að teljast frekar dapurlegur aðdragandi kreppu að oddviti stjórnvalda láti minnka í sér heilann. Og þó, það er kannski ekki svo slæmt. Það slæma er að oddvitinn láti minnka í sér heilann – og haldi svo áfram að vinna. 

Allur gangur okkar inn í þessa kreppu hefur verið í sama stíl. Dapurlegur. 

Einhver kaus að skilja eftir pjásu (ég kýs að kalla kommentin pjásur) í pjásukerfinu mínu, þess efnis að ákvörðun Imbu um að við skyldum sækja um ESB væri afbragð lýðræðislegra vinnubragða. Ástæðan: það þarf að kjósa, annarsvegar til að breyta stjórnarskrá og hinsvegar um aðild.

Ingibjörg Sólrún er ekki að setja Sjálfstæðisflokknum afarkosti vegna slíkra kosninga, heldur þrátt fyrir þær. Hún veit sem er, að ef aðildarviðræður klárast, þá er líklegt að við færum inn í sambandið á skriðþunganum. Ingibjörg vill inn í sambandið. Það dylst engum. Af því leiðir að hún vill líka að þjóðin vilji það. Sá sem vill að þjóðin vilji það sama og hann, en ekki að hann vilji það sama og þjóðin – hann er ekki lýðræðislegur fulltrúi þjóðarinnar. Hann vill ekki að lýðurinn ráði, hann vill ráða yfir lýðnum – það er allt önnur sort af lýðræði.

Meira að segja rugl eins og umsókn Íslands að Öryggisráðinu hefði líklega verið samþykkt hefði það komið í hlut þjóðarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ekki vegna þess að þjóðin hefði viljað í ráðið, heldur vegna þess að þjóðin hefði talið betra að fara í ráðið úr því sem komið var.

Það er ekkert mál fyrir Imbu að stýra okkur inn í ESB ef hún fær að stjórna leiknum. Hún hefur ótal leiðir til að stýra málum þannig að þjóðin segi já, úr því sem komið verður.

Aðildarviðræður að ESB eru ekki lukkupakkadráttur. Það þarf að stoppa af það fólk sem ætlar að vinna upp krepputapið með því að taka þátt í enn stærra happdrætti. Þannig er spilafíkn skilgreind. 

Það sem við þurfum að fá á borðið eru skilgreind samningsmarkmið Íslands og samantekt á reynslu annarra þjóða og eðli ESB, auk greiningar á því hvernig hag okkar yrði líklega komið í ESB, samanborðið við að standa utan þess. Síðan eigum við að kjósa. Kjósa um það hvort við eigum að sækja um. 

Ingibjörgu er ekki stætt á því að sleppa kosningum í vor (og endurnýja með því umboð sitt) á þeirri forsendu að hún sé svo upptekin við að spila í nýja, stóra happdrættinu til að bæta okkur tapið af kreppunni. 

Henni er heldur ekki stætt á því að stökkva á svona lausn til að deyfa persónulegar óvinsældir sínar. Óvinsældir sem nóta bene voru henni sjálfri alfarið að kenna. Þvílíkt fífl sem hún hefur verið. „Þið eruð ekki þjóðin“ er einhver ömurlegasta frammistaða stjórnmálamanns í sögu landsins. 

Ingibjörg hefur nóg að gera. Hún á eftir að taka á kreppunni. Það á eftir að hreinsa hér til. Skoða aðdragandann. Finna lausnir. Hún á ekki að komast upp með að taka að sér ný, vandmeðfarin verkefni, meðan hún hefur ekki sýnt að hún ráði við hin einfaldari.

Við erum rasandi yfir því að stjórnendur gömlu bankanna fái að reka bankana áfram. Bankarnir hafi enda farið á hausinn. Ættum við ekki að vera eins rasandi yfir því að sá sem klúðraði stórkostlega umsókn landsins í Öryggisráðið ætli að stýra enn mikilvægari umsókn í ESB?

Best væri að losna við allt fólk af þingi sem ber meiri virðingu fyrir flokksþingum en Alþingi. Og enn betra væri að losna við allt fólk úr stjórnmálum sem ber meiri virðingu fyrir Alþingi en þjóðinni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lærðu heima áður en þú ferð að tjá þig.

Allar þessar upplýsingar sem þú ert að kalla eftir eru aðgengilegar öllum sem hafa nennt að fylgjast með.

Þú ruglar saman þér og þjóðinni.

Það ert sú sem ert illa að þér um Evrópumál og ert fyrst að fá áhuga á þjóðmálum núna.

En það segir mikið um þig að þú dettir ofan í vasann á Birni Bjarnasyni í leit að öryggi og friði.

fokk jú,
trukkalessa

Mengella sagði...

Óttalega eru þetta sauðsk ummæli.

Ísland hefur aldrei skilgreint samningsmarkmið við ESB eða borið þau markmið saman við raunveruleika sambandsins. Það hefur aldrei verið rannsakað hver ávinningur af af aðild er samanborið við aðrar leiðir.

Það er ekki nema ár síðan ríkisstjórnin einsetti sér að hefja markvissa rannsókn á þessum atriðum en síðan hefur ekkert verið gert, enda öll orkan farið í að skapa Íslandi ímynd erlendis og að reyna að troða okkur í Öryggisráðið.

En kæra trukkalessa. Fyrst þessar upplýsingar eru þér svona einstaklega aðgengilegar, hvernig væri að þú bentir á þær eða tækir þær saman?

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta snilldarfærsla. Flissaði helling yfir pjásunum.

Alltaf þegar ég er alveg að detta inn í að það sé kannski bara í lagi að fara inn í Evrópusambandið verður einhver til að koma fyrir mig vitinu aftur. Núna þú. Allt í lagi að skoða þetta en ekki vaða inn án þess að vita hvað þetta er í reynd.

Mengella, trukkulessa eður ei, þú ert æðislegur!