15. desember 2008

Ástþór Magnússon er lögbrjótur

Þvílíkur endemis sauður er Ástþór Magnússon. Hann birtir sigri hrósandi símtal sitt við Reyni Traustason og telur sig hafa sannað hvurslags skítseiði Reynir er. Nú dylst engum að Reynir er bévítans skítseiði en annað mætti ráða af símtalinu við Ástþór.

Reynir er stillingin uppmáluð í samtalinu við spæjaragogginn Ástþór.

Ástþór brýtur í símtalinu gegn meginreglu laga um upptökur á símtölum (gr. 48, 81/2003). Hann tilkynnir Reyni ekki að hann sé að gera upptöku af samtalinu. Og síðan bítur hann hausinn af skömminni með því að birta símtalið opinberlega.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta nokkuð vandamál? Fær Reynir Traustason ekki bara Vilhjálm Hans Vilhjálmsson sem lögmann sinn?

Ástþór gæti fengið lögmenn Kompáss og 365 miðla í sína þjónustu...