15. desember 2008

Enn er Reynir hleraður

Í morgun gerði ég lítið úr Jóni Bjarka.

Ég bið hann hér með afsökunar.

Það er málstaðurinn sem gerir menn að píslarvottum, ekki dauðinn. Og þótt ekki séu öll kurl komin til grafar um hugsanlega vankanta og jafnvel vanstillingu Jóns. Og þótt Reynir hafi kannski verið að ástunda ábyrga ritstjórn með andlega heilsu Sigurjóns í huga (sbr. lögreglumanninn sem fyrirfór sér) – þá er fréttnæmt að Reynir skuli segja berum orðum að ásakanir um áhrif vandamikilla manna á ritstjórnir séu sannar.

Það má vel vera að Reynir trúi því sjálfur að hann sé óháður, jafnvel meðan hann er sjálfur að afsanna það.

Afsökunarbeiðni DV í kreppubyrjun er skrum.

Jón Bjarki verður hetja ársins hjá DV.

Þar liggur fyndnin. Superegó DV verður að horfast í augu við Idið.

Engin ummæli: