24. desember 2008

Snjóboltinn er lentur

Herra Tussufrusski gerði sér lítið fyrir og varpaði á mig snædjúpsprengju. Lítilli grein um þá klyftarsaft sem dundi á honum og ættuð var frá mér. Boðskapur greinarinnar er sá að ég sé vitlaus. Og að hann sé nógu gáfaður til að geta útskýrt í hverju heimska mín er fólgin.

Af einskærri virðingu minni fyrir sjálfri mér las ég pistil hans vandlega.

Inngangur hr. Tussufrusska er úr kvennafræðaranum. Hann fjallar um þá líffræðilegu staðreynd að aðskotahlutir í sköpum kvenna dragi smám saman úr vitsmunum þeirra.

Inngangurinn er raunar heldur dapurlegt dæmi um ámátlega tilraun Tussukuska í hrökkyrðasmíð. Það sem hann heldur að séu smiðshögg eru í raun bergmál. Bergmál af forsniðinni orðræðu hálfstálpaðs drengsstaula með úðablæti.

Upphafsmálsgrein pistilsins hljómar eins og dularfull tilraun manns til að réttlæta móðurserðingar sínar.

En nóg um stílinn. Skoðum innihaldið. Pjásutási hefur sumsé komist í kynni við svokallaða „rökhugsun“. Samkvæmt henni gerði ég mig seka um algenga rökvillu sem einkum herjar á treggáfað fólk.

Villan er þessi: Mengella hittir morfýsufífl og ályktar þar með að allar morfýsur séu fífl. Mengella hittir snúðuga núðluætu og skokkar burt með óbilandi fordóma gagnvart gulu fólki. Mengella heyrir viðbjóðslegt rapplag og fer að hafa horn í síðu blíngs.

Þessi rökvilla, sem Kusskutussi virðist hafa uppgötvað alveg sjálfur, gæti jafnvel kallast að alhæfa út frá einstökum dæmum. Það er heldur slæmt.

Það er með rökgáfu Kussuhlussa eins og skallann á Ingibjörgu Sólrúnu. Eitt augnablik sérðu hann, það næsta er hann horfinn. Þannig virðist hafa slokknað eitt augnablik á skilningstýrunni þegar hann fjölyrti um sértæka fordóma sem loða við treggáfað fólk.

Með öðrum orðum notaði blessaður rökgervillinn sömu rökvillu og hann hugðist afhjúpa í afhjúpuninni sjálfri. Það er líka heldur slæmt.

Það er ekki víst að rökhugsunin sé heima þegar hann les þetta. Hún gæti allt eins hafa strokið eitthvað út í buskann eða farið í setuverkfall þegar hann gerði zpilljónustu tilraunina til að frelsa heiminn með Zeitgeist. Ég ætla því að stafa þetta ofan í hann.

Skoðum fullyrðinguna:

Treggáfað fólk telur að treggáfað fólk alhæfi um of.

Þetta er það sem yrmlingurinn er að segja. Með því stillir hann sér að sjálfsögðu upp meðal treggáfaðra. Sem um leið verður hjá honum mótsögn. Ástæðan er sú að rökvillan verður manni þá fyrst augljós þegar maður kemst í snertingu við „rökhugsun“. Og þegar maður er farinn að rökhugsa er maður ekki lengur treggáfaður og þá sér maður að rangt er að alhæfa. Líka um hneigðir treggáfaðra til að alhæfa.

Ef skilningsljós Tussukusska er mætt aftur að lestrinum býð ég það velkomið heim og bið það að taka það ekki of nærri sér þegar holtekja heimskunnar híbýli þess leyfir sér að roðna af smán. Það ætti að gerast um það bil ... núna.

Loks segir snáði að ég sé ekki kona heldur karl. Karl sem býr yfir þeim einstaka hæfileika að kunna að kreista graftarbólur yfir tussuna á sér á almannafæri.

Mér þætti annars voða gaman að lenda í alvöru ritdeilu við kauða. En til að það sé eitthvað fútt þá hef ég eitt vinsamlegt ráð: Ekki drekka og deila.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju þú fannst einhvern nægilega heimskan á netinu til að lenda í ritdeilu.

Þú færð Össurinn í verðlaun.

Nafnlaus sagði...

Hefurðu ekkert annað fyrir stafni þessa dagana en að rífast við smákrakka?

Ágúst Borgþór sagði...

Það er óskiljanleg hvers vegna hæfileikamaður eins og þú leggur þig niður við að ráðast á menntakólastráka. Hvílík orkusóun. - Er það brennivínið sem er að verki?

Sit annars með Guttesen á Cafe Roma og við segjum gleðileg jól. Og strákurinn hans Guttesen líka.

Nafnlaus sagði...

Það eru nú ekki nema 2 ár á milli ós og ghv. en vá hvað þessi 2 ár virka löng!

Nafnlaus sagði...

I´m lost

Ágúst Borgþór sagði...

Þá segi ég bara: Skemmtið ykkur vel, jafnaldrarnir.

Nafnlaus sagði...

http://visir.is/article/20081229/FRETTIR01/790770539

Hvað um að hefja niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu þarna? Kippa úr sambandi, rafmagni betur spreðað í að halda bjórkæli gangandi.