19. júlí 2007

Aulahrollur

Í viðleitni sinni til að koma Íslandi í Öryggisráðið hefur Ingibjörg Sólrún hafið visitasiu á slóðum Abrahams og Nóa. Nú ætlast ég ekki til þess að Ingibjörg, enn blaut á bak við eyrun í starfi, komi fyrir sem fagmennskan uppmáluð í heimsókn sinni en hingað til hefur heimsóknin verið íslenskri utanríkisþjónustu til mikils vansa.

Fyrst var það, þegar júðarnir drógu Imbu grátbólgna og klökka inn í rústir heimilis, sem orðið hafði fyrir sprengjuárás. Brella, sem Ísraelar reyna ekki einu sinni við alvöru diplómata. Ódýrasta áróðursbragð í bókinni og beint upp úr leiðarvísi Ráðstjórnarríkjanna um það hvernig slá skuli glýju í augu minni spámanna. Alvöru stjórnmálamaður hefði ekki tekið í mál, að láta teyma sig eins og asna í gegnum slík sýndarréttarhöld.

Þá er það fundur hennar með Peresi. Þarna fékk Imba tækifæri til að rekja garnirnar úr einum af toppunum í ísraelskri pólitík. Spyrja erfiðra spurninga. Heilla karlgarminn með uppástungum um úrbætur. En í staðinn hlammar hún sér í stólinn við hliðina á honum og gufar út úr sér spurningunni: „Hérna Símon. Má ég kalla þig Símon? Sko. Af hverju viljið þið ekki semja við Hamas? “

Hjá öllum, og ég fullyrði öllum, alvöru utanríkisþjónustum í heiminum hefði einhver bent ráðherranum á, að svarið við spurningunni væri hægt að finna í þúsund ræðum og fimmþúsund fréttum víðsvegar um heimshvelin. Að spyrja að þessu er álíka fánýtt og að spyrja um veðrið. Svona spyr enginn, nema sá, sem hefur ekkert að segja.

Og sjá, upphófst sama ræðan í þúsundastaogfyrsta skiptið, sami áróðurinn um að þeir sem ekki búi við ógnir eigi ekki að dæma, að Hamas sé svona og hinsegin o.s.frv. Peres grillaði Imbu, sem kom fyrir eins og fákunnandi og vanhæfur sendimaður frá frumstæðu ríki í myrkustu álfum heimsins.

Og þar sannaðist, að þetta er allt hégómi. Íslendingar vilja ekki í Öryggisráðið til að hafa áhrif, til að segja eitthvað. Þeir vilja bara vera með. Sitja þægir og stilltir og spjalla um veðrið við sessunautana meðan slökkt er á myndavélunum og gera sitt besta til að koma vel fyrir ef kastljósinu er beint að þeim.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég var farin að halda að Imba væri ljóshærði frelsarinn frá norðuhveli sem mun koma á heimsfriði, þessi sem var í spádómunum um aldamótin. En líklega er ekki svo miðað við þetta klúður.

Nafnlaus sagði...

Íslenskir stjórnmálamenn fá holdris eða votna milli lappanna bara við það að einhver erlendur leiðtogi sýni þeim minnsta vott af áhuga. Allways has been, allways will be...

Nafnlaus sagði...

Úff hvað ég er sammála þér í þetta skiptið!!

Nafnlaus sagði...

Þessir trúðar ætla bara ekki að hætta að gera okkur að fífli á alþjóðavettvangi. Maður þarf sosum ekki að assósíera sig við þetta lið þó að maður sé íslenskur. Vonandi hefur Valgerður allavega tekið drusluna hana ISG í enskukennslu áður en hún fór út. (Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta)

Unknown sagði...

[aulahrollur]
enda var enskukunnátta og framburður Davíðs Oddsonar, Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverrisdóttur með þvílíkum tilþrifum að unun var að hlusta á[/aulahrollur]

Án gríns. Það er lágmark að séu ráðherrar á ferðalagi erlendis að þeir geti tjáð sig skilmerkilega á einu tungumáli öðru en ástkæra ylhýra.

ISG er samt ný í starfi utanríkisráðherra. Mig langar rosalega að trúa því að hún eigi eftir að þroskast sem stjórnmálamaður og verða betri.

Einar Steinn sagði...

Ég er einmitt í hópi þeirra sem hef því miður takmarkaða trú á árangri þessarar ferðar.
við þetta má bæta að Abbas og Fatah eru samverkamenn Ísraels og USA, sem styrkja þá með fé og vopnum. Og að sjálfsögðu kom ekki til greina að hún ræddi við Hamas. Stefnan hjá Ísrael er að deila og drottna. Ég skrifaði pistil um þetta um daginn sem ég ætla að reyna að fá birta í Lesbókinni, mun svo væntanlega reyna að skella honum á bloggið í kjölfarið.

Ég bind helst vonir við a fundurinn við Hanan Ashrawi og heimsóknin í flóttamannabúðirnar í nágrenni Betlehem hafi getað haft áhrif í rétta átt. Gaza var sleppt "af öryggisástæðum". Ef einhver staður hefði getað gefið henni tilfinningu fyrir dýpt vandans þá er það Gaza.