28. júlí 2007

Biden, byssan og brjálæðingurinn

Bandaríkin voru stofnuð af fólki, sem vildi fá að vera í friði með áhugamál sín. Stofnendur ríkjanna skrifuðu plagg, sem átti að binda hendur komandi kynslóða þegar kæmi að því hvernig höndlað væri með þetta frelsi. Í því plaggi er sérstaklega varinn rétturinn til að dútla við næstum allt, sem mann fýsir - og rétturinn til að verja sig gegn náunganum með tilfallandi vopnum.

Í CNN/Youtube kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrata um daginn komst þetta mál í deigluna í eitt skiptið enn. Sýnt var myndband hvers aðalleikari var íklæddur felulituðum biflíubeltisbúningi. Sá hét Jered Townsend. Hann hafði spurningu fyrir pólitíkusana:



Fyrstur til svars var öldungadeildarþingmaðurinn Joe Biden. Biden svaraði spurningunni ekki efnislega en benti á að sá, sem ætti svona elsku þyrfti líklega á hjálp að halda - og að hann væri ekki viss um að fyrirspyrjandinn væri andlega hæfur til að bera skotvopn yfirleitt. Fyrir vikið uppskar hann mikið klapp og hlátur.



Byssubreimandi skoðanabræður fyrirspyrjandans móðguðust nokkuð við þessa léttvægu afgreiðslu málsins. Þeir hafa síðan bent á, og það réttilega, að hér sé um að ræða grundvallarspurningu, sem varði lykilatriði amerísks þjóðskipulags, og að það sé skömm að því að hunsa orðin af þeirri einu ástæðu að þau komu undan yfirskeggi holdtekju amerískrar úrkynjunar.

Jered sjálfur lætur sér fátt um finnast og heldur áfram, að eigin sögn, að freta á skotmörk og sléttuúlfa með elskunni sinni. Hann hefur einnig ítrekað boðið háðfuglinum Joe Biden í heimsókn til að ræða þessi mál í góðu yfirlæti og návist elskunnar. Biden hefur ekki enn svarað boðinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvers konar Stebbafr-færsla var nú þetta eiginlega?